Jólagjöfin í ár? Endurheimt votlendis Halldór Reynisson skrifar 3. desember 2015 07:00 Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru „stærsta siðferðismál samtímans“ að sögn Frans páfa. Við Íslendingar höfum verið frekar seinir til í umhverfismálum og ef allir jarðarbúar stigju jafnt þungt til jarðar og við, þá þyrfti heilar sjö Jarðir. Til er einföld leið til að bæta stöðu okkar í loftslagsmálum; að moka ofan í einhverja af þeim rúmlega 30 þúsund kílómetrum af skurðum sem grafnir voru í mýrlendi landsins. Sem sagt; að endurheimta votlendið, a.m.k. hluta þess. Í seinna stríði hófu Íslendingar að ræsa fram mýrar til að rækta tún og efla landbúnað og framleiðslan stórjókst. En við fórum hressilega fram úr okkur sjálfum í þarflausum dugnaði. Enda vissu menn ekki betur í þann tíð en að þessi skurðgröftur heyrði til framfara. Alls er talið að um 4.000 ferkílómetrar lands hafi verið ræstir fram. Af þessu landi eru 15-17 af hundraði nýtt til landbúnaðar. Afgangurinn? Dælir út koldíoxíði sem eykur á loftslagsvandann. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Íslendinga að stíga léttar til jarðar í loftslagsmálum með því einfaldlega að moka ofan í eitthvað af öllum þessum skurðum. Ávinningurinn af því að moka ofan í kílómetra langan skurð eru 25 hektarar votlendis. Og hver hektari votlendis bindur álíka mikið koldíoxíð og tíu jepplingar losa út í andrúmsloftið á ári. Það kann að þvælast fyrir að mest af framræstu landi er í einkaeign. Væri ráð að fólk og fyrirtæki gætu tekið landspildur í „fóstur“? Fengið að leggja til fjármuni sem þarf til að endurheimta votlendið? Væri ekki hægt að hugsa upp svipað fyrirkomulag og með bændaskógana þannig að bændur sjálfir hefðu hag af því að endurheimta votlendið sem þeir nýta ekki til landbúnaðar? Getur það orðið jólagjöfin í ár að gefa Íslandi eitthvað af votlendi til baka? Ég veit fyrir víst að lóan og spóinn mundu fagna, enda eru mýrarnar kjörlendi þeirra, en þessir fuglar eru vorboðar í sveitum landsins og í þjóðarsálinni.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun