Allir kennarar eru íslenskukennarar – Ályktun um stöðu íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 3. desember 2015 07:00 Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun