Fótboltafantasía í hverjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Þrír stórkostlegir leikmenn. Vísir/Getty Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira
Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Í beinni: KR - Höttur | Síðasti séns fyrir Hattarmenn Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira