Fótboltafantasía í hverjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Þrír stórkostlegir leikmenn. Vísir/Getty Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Það má enginn knattspyrnuáhugamaður missa af leik Barcelona þessa dagana. Lionel Messi er kominn til baka eftir meiðsli sem þýðir að skytturnar þrjár eru sameinaðar á ný. Það er hætt við því að varnarmenn mótherjanna sofi illa daginn fyrir leik á móti MSN-þríeykinu. Árið 2015 fer í sögubækurnar því Lionel Messi, Luis Suarez og Neymar yngri unnu ekki bara þrefalt á sínu fyrsta tímabili saman heldur hafa þeir skorað saman 125 mörk fyrir Barcelona á árinu. Það er til dæmis meira en stórlið eins og Paris Saint-Germain (118 mörk), Real Madrid (110 mörk), Borussia Dortmund (114 mörk), Man City (89 mörk) og Juventus (89 mörk) hafa skorað samtals á þessu ári.Grafík: Fréttablaðið/Garðar. Mynd: Vísir/GettyVinskapur og hógværð Neymar er á því að vinskapur og hógværð séu lykillinn að frábærri samvinnu Argentínumannsins, Brasilíumannsins og Úrúgvæjans. Það voru hrakspár um að Messi og Neymar gætu ekki blómstrað saman þegar Neymar kom til Barcelona sumarið 2013 og fáir bjuggust við að það væri líka pláss fyrir Suarez þegar hann kom frá Liverpool fyrir einu og hálfu ári. „Leo og Luis eru góðir vinir mínir og ég vonast eftir því að spila með þeim í langan tíma. Það er engin eigingirni,“ sagði Neymar um samvinnu þeirra þriggja. Sóknarlína Barcelona á tvo af þremur sem voru tilnefndir til Gullbolta FIFA. Lionel Messi og Neymar fengu tilnefningu en ekki Luis Suarez. „Það skiptir mig miklu að koma til greina sem besti knattspyrnumaður heims. Suarez hefði átt að vera þarna líka en Messi er sigurstranglegastur. Hann er númer eitt að mínu mati,“ sagði Neymar.Markahæsta þríeyki sögunnar Messi, Suarez og Neymar skoruðu alls 122 mörk á tímabilinu 2014-15 og settu með því nýtt met á Spáni. Ekkert þríeyki hefur skorað meira á einu tímabili en gamla metið áttu þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuain sem skoruðu 118 mörk saman á leiktíðinni 2011-12. Þetta met gæti bara lifað í eitt ár með sama áframhaldi. Messi, Suarez og Neymar skoruðu þannig 82 af þessum 122 mörkum sínum á síðasta tímabili eftir áramót þegar Suarez komst fyrst almennilega á skrið. Ekkert lið gat heldur stoppað Barcelona í deild, bikar eða Meistaradeildinni og rétt fyrir jólin geta þeir bætt einum titlinum við þegar þeir taka þátt í Heimsmeistaramóti félagsliða. Allir hafa þeir líka tímann með sér í liði. Messi og Suárez eru báðir 28 ára og Neymar verður ekki 24 ára fyrr en í febrúar. Fram undan gæti því verið ein fallegasta fótboltafantasía allra tíma spili þessir þrír snillingar áfram hlið við hlið í Katalóníu. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira