Vantar fleiri lesbíur í skáldskapinn Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2015 13:37 Ný glæpasaga Lilju er sprottin úr íslenskum raunveruleika, hún hefur heimildarmenn og svo nýtast kjaftasögurnar vel sem efniviður í skáldskap. visir/arnþór „Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég byrjaði að skrifa hvað það eru margir sem finna hjá sér þörf til að úthúða glæpasögum sem drasl-bókmenntagrein ef þeir hitta glæpasögu-höfund. Ég hef ekki orðið fyrir þessu sem leikskáld,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur eftir að blaðamaður Vísis hafði gengið á hana með það af hverju hún hafi lagt fyrir sig glæpasagnagerð að teknu tilliti til þess að ýmsir líta niður á þá tegund skáldskapar. En, það er ekki eins og hún Lilja sé kvartsár. Síður en svo. Hún er reyndar býsna hress og algerlega laus við tilgerð. Lilja má heita nýjasta stjarnan í rithöfundastétt. Hún var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu, Gildruna og svo vel hefur hún fallið í kramið að kvikmyndamógúllinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af henni. Lilja hefur fengist við leikritaskrif, leikrit hennar Stóru börnin, vakti mikla athygli auk þess sem hún hefur áður sent frá sér gæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu. Undir áhrifum frá Dan Brown „Líf mitt er eins og vitleysingaspítali þessa dagana, þú afsakar,“ sagði Lilja þegar blaðamaður var að reyna að finna tíma til að taka við hana viðtal fyrir Vísi. En, það hafðist, sem betur fer því Lilja er alveg sérdeilis skemmtilegur viðmælandi. Hún segir að það hafi í raun verið einskær tilviljun að hún fór að skrifa. Lilja heldur að það sé óþekka stelpan í sér sjálfri sem hafi leitt hana út á glæpasagnabrautina.visir/stefán „Árið 2009 auglýsti Bjartur eftir nýjum Dan Brown og ég hafði lengi haft löngun til að skrifa svo ég kýldi bara á það. Það varð fyrsta glæpasagan mín, Spor,“ segir Lilja og þrætir ekki fyrir það að vera undir talsverðum áhrifum frá þeim höfundi. „Já. Ég get nú alveg játað það og það má segja að það sjáist í nýju bókinni minni. Þar tileinka ég mér þennan þriller-stíl sem Dan Brown hefur vel á valdi sínu: stuttir kaflar, hröð atburðarrás og viðburðaríkar sögur. En, áður en til þessarar samkeppni Bjarts kom, þá hlýtur þú nú eitthvað að hafa fengist við skriftir? „Ég dúllaði aðeins við að skrifa skáldskap á menntaskólaárunum en svo datt það einhvern veginn alveg niður, en alla tíð hef ég unnið við að skrifa nytjatexta, sérstaklega um skólamál og það er þjálfun sem nýtist, meðal annars í textameðferð og því að ég er mjög fljót að skrifa.“ Glæpasagan ekki bara formúla En, af hverju glæpasögur? Lilja hugsar sig um og segir þá: „Ætli það sé ekki óþekka stelpan í mér. En í fullri alvöru þá eru glæpasögur svona vinsælar af því að þær eru skemmtilegar og einfaldasta svarið er því að mér finnst það bara gaman. Svo er hitt að ég kann því vel að hafa form til að glíma við. Ég hef skrifað nokkur leikrit sem eru fremur hefðbundin í formi en með funky innihald, samanber Stóru börnin, og sama gildir kannski með glæpasögurnar: Þar er ákveðinn strúktur til staðar sem þarf að vera réttur til að sagan gangi upp og ég hef gífurlega gaman af því að fást við það. Hann er ekki alveg borðliggjandi og þess vegna er svo gaman að glíma við hann. Þetta er ekki bara formúla eins og fólk virðist stundum halda, heldur er þetta formúla með réttri tímalínu og sannfærandi persónusköpun, sem þarf til að glæpasaga virki. En svo eru margar undirsortir af glæpóinu, svo sem detective, mystery, cosy-crime og thriller. Ég held að ég sé á réttri hillu í þrillernum.“ Lilja segir það hafa komið sér á óvart hversu margir voru til í að hreyta ónotum í glæpasöguna sem slíka og telja hana annars flokks. Þetta kannast hún ekki við sem leikskáld.visir/anton brink Vonar að fjölgi í hópi glæpasagnahöfunda En, nú er það svo að glæpasögur hafa ákaflega fyrirferðarmiklar á íslenskum bókamarkaði undanfarinn áratuginn og jafnvel lengur, svo mjög að margir gefa þessari tegund bóka hornauga; telja ganginn á þessu jafnvel á kostnað fagurbókmenntanna. Hvernig horfir þetta við þér? „Hmmm, þetta er áhugavert. Í góðu ári, eins og í ár koma út 10 íslenskar glæpasögur. Hvað ætli það sé stórt hlutfall af íslenskum skáldsögum? Ég hef ekki talið það en mér finnst það ekki svo mikið. En íslenski glæpasögubransinn er ungur og nýr og lítt þroskaður ennþá. Ég vona svo sannarlega að glæpasöguhöfundum fjölgi aðeins á næsu árum svo við fyllum allavega tvo tugi. Partýin yrðu skemmtilegri þannig! En að öllu gamni slepptu þá eru glæpasagan og fagurbókmenntirnar ekki samkeppnisaðilar sem taka hvor frá öðrum, heldur sitt hvor bókmenntagreinin sem stundum skarast aðeins, vissulega. En mín skoðun er nú að það sé gott fyrir bókmenntir í landinu að það sé sem fjölbreyttust flóra og hver bókmenntagrein sé nægilega öflug til að ná að mynda sterka menningu í kringum greinina. Glæpasagan nálgast það á íslandi en er langan veg frá því að vera komin í þann sess sem hún er í öðrum Evrópulöndum. Sumir segja að allur skáldskapur snúist um glæp og refsingu? „Það má færa rök að því. Og glæpasagan strippar þetta niður í grunninn,“ segir Lilja og hlær. Glæpur gegn bókmenntum að skrifa glæpasögu En, það fer ekkert hjá því að margir telja glæpasögurnar ómerkilegri bókmenntagrein en fagurbókmenntirnar? „Já. Það er mikil tíska að hreyta aðeins í glæpasögurnar.“ Sé litið til tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þá er eins og þessi tegund skáldskapar komi hreinlega ekki til álita? Lilja veltir því fyrir sér hvort það sé verðugt markmið að skrifa glæpasögu sem hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.visir/arnþór „Já. Hreinræktuð glæpasaga myndi aldrei fá svoleiðis tilnefningar. Það er reyndar alveg sér-íslensk vitleysa að bera glæpasögur saman við aðrar tegundir bókmennta. Sko, ef ég nefni dæmi til samanburðar, þá getur varla falist í því meiri skáldskaparlegt afrek að setja saman barnabók og góða glæpasögu; það er óneitanlega einhver tilgerð innbyggð í þetta? „Já, það er vissulega góður punktur. Glæpaheimurinn íslenski er með sérstök verðlaun, Blóðdropann þar sem glæpasögur keppa sin á milli. En reyndar kvarta ævisöguritarar undan því sama. Að ekki sé litið á ævisögur sem almennilega bókmenntagrein. Og þó er hún mjög sterk hér á landi.“ Já, en... það er líka til eitthvað sem heitir Fjöruverðlaun, sérstök verðlaun sem bara eru fyrir kvenrithöfunda, en það útilokar ekki konur frá Íslensku bókmenntaverðlaununum? Svo virðist sem glæpasagan teljist annars flokks? „Já, ég ætti kannski að setja mér þetta markmið: að skrifa glæpasögu sem gæti unnið bókmenntaverðlaunin. Alltaf gott að fá ögrun,“ segir Lilja og brosir við þessum tilraunum blaðamanns til að fá fram eitthvað kvart og kvein frá viðmælanda sínum. Algerlega ljóst að Lilja er ekki þeirrar gerðar. En, blaðamaður gefur sig ekki og bendir á að margir glæpasagnahöfundar hafi kvartað undan þessu, að það sé litið niður á glæpasögurnar innan bókmenntageirans? „Já. Auðvitað finnum við öll sem skrifum glæpó fyrir því öðru hverju. Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég byrjaði að skrifa hvað það eru margir sem finna hjá sér þörf til að úthúða glæpasögum sem drasl-bókmenntagrein ef þeir hitta glæpasögu-höfund. Ég hef ekki orðið fyrir þessu sem leikskáld. Þetta er svona eins og maður hafi framið glæp gegn bókmenntunum. Sem er kannski viðeigandi fyrir glæpafólk,“ segir Lilja og brosir. Og, jú, það er eitthvað innra rím í því. Vantar fleiri lesbíur í íslenskar bókmenntir En, að öðru. Lilja segir erfitt að meta það hversu lengi hún var að vinna að Gildrunni. „Ég hélt ekki saman klukkutímunum en ég var fremur fljót að skrifa hana, því ég hafði mjög gaman af því. Ég hlakkaði til í hvert skipti sem mér gafst tími til að setjast við að byrja að dúndra á lyklaborðið.“ Og, það hefur verið fjör hjá þér við skriftirnar því ég sé á vefnum Pjatt.is, ar sem fjallað erum söguna undir fyrirsögninni Villtar veislur, dóp og lesbíur; söguefnið, er þetta eitthvað sem þú sækir í eigin reynsluheim? (Spyr blaðamaður lymskulega.) Lilja skrifar um dóp og lesbíur, villtar bankaveislur og hefur trausta heimildamenn fyrir ýmsu en kjaftasögur fyrir öðru. Beínt úr íslenskum veruleika.visir/stefán „Ég valdi að fjalla um hinsegin konur til þess að nálgast minn eigin reynsluheim. Til þess að persónurnar væri nær mér og ég sjálf hefði meira gaman af þeim. Auk þess sem það vantar fleiri lesbíur í íslenskar bókmenntir finnst mér.“ Það vantar kannski ekki samkynhneigða í skáldskap, ef litið er til kenninga þar að lútandi þá til dæmis varðandi Gunnar og Njál og Tinna. Já, þær eru þarna kannski lesbíurnar, en eru loks að koma út úr skápnum í skáldskapnum? „Kannski má segja það. Mér finnst gaman að fjalla um lesbískar konur á sama hátt og fallað væri um hvern annan, þar sem hinsegin veruleikinn spilar stóran þátt.“ Kjaftasögur uppspretta hugmynda En, Lilja segir þetta samt ekki aðalmálið hvað varðar Gildruna. „Villtu bankaveislurnar eru að hluta til byggðar á hrunmálunum öllum sem við þekkjum öll auk þess sem kjaftasögur hafa nýst mér vel. Kjaftasögur eru mikil uppspretta hugmynda,“ segir Lilja og brosir. Og hún bætir við: „En að auki hafði ég góða heimildarmenn.“ Þannig að þetta er verk sem er sprottið úr íslenskum veruleika, íslenskum samtíma? „Já. Það er alveg þannig. Dópinnflutningurinn, bankahrunsmálin og fleira sem gerist á Íslandi er afar girnilegur efniviður í sögur.“ Nú er það nokkur nauðsyn uppá að skapa spennu og jafnvel gæsahúð þegar glæpasögur eru annars vegar að sagan sé trúverðug; þú leggur hana alveg upp þannig? „Jaaaa, nú er það matsatriði. Ég hef fengið ýmis komment á eitt ákveðið atriði í bókinni sem þykir ekki trúverðugt, en það er reyndar byggt á sannri sögu. En ég hef lagt mesta áherslu á að skapa trúverðugar persónur og það er held ég lykillinn að því að fólk taki sögunni, að persónurnar eru nokkuð þéttar.“ Stressar sig ekkert á sölulistum Nú erum við stödd í miðju bókaflóðinu þar sem taugar rithöfunda og útgefenda eru þandar svo um munar. Vikulega eru gefnir út sölulistar og í þá rýna menn sig rauðeyga. Er þetta eitthvað sem þú býður spennt eftir að sjá? „Æi, nei. Auðvitað vil ég að bókin seljist og er alveg himinlifandi yfir því hvað hún hefur gengið vel. En ég gæti alveg gert sjálfa mig vitlausa ef ég ætlaði að stressa mig á því hvort bókin sé inni á lista þessa vikuna eða ekki.“ Gildran er sú fyrsta í þriggja bóka seríu þannig að ört vaxandi hópur aðdáenda Lilju geta hugsa sér gott til glóðarinnar.visir/anton brink En, þú ætlar að halda ótrauð áfram við skriftirnar? „Ég held ótrauð áfram enda er Gildran fyrsta bók af þremur í seríu. Það er gaman að vera komin á nýtt forlag með nokkurskonar nýja byrjun.“ Lilja færði sig nýverið frá Bjarti og yfir til Forlagsins, hvernig kom það til? „Ég var síðast með bók hjá Bjarti 2010 svo það er langt um liðið. Það var hálfgerð tilviljun að ég fór yfir til Forlagsins, en það var umboðsmaður í Bretlandi sem vildi fá erlenda útgáfuréttinn að Gildrunni eftir að hafa séð prufukafla, en ég vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér í því svo ég leitaði til réttindastofu Forlagsins um ráðgjöf og þau bentu mér á að leyfa Forlaginu að sjá drögin að sögunni áður en ég seldi hana til útlanda. Og endirinn varð sá að þau vildu endilega fá Gildruna til útgáfu ásamt erlenda réttinum sem hefur skilað sér í því að bókin mun koma út á Frönsku og Norsku bráðlega auk þess sem kvikmyndasamningur er í höfn.“ Shakespeare í miklu uppáhaldi Það var og. Svona rétt í lokin, fyrir aðdáendur Lilju er forvitnilegt að vita hverjir eru hennar eftirlætis höfundar? Lilju finnst þetta reyndar ekkert sérstaklega skemmtileg spurning. „Úff. Ég held ég verði að skjóta bara á einhverja dauða til að móðga engan með gleymsku. Ég hef endalaust gaman af Shakespeare, sem leikur sér að hverri einustu tegund plotta af tærri snilld. Freud er í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega draumaráðningarnar og suður-amerísku höfundarnir eins og Isabel Allende eiga stóran stað í hjarta mínu. Af glæpahöfundum eru ValMcDermid og Fred Vargas uppáhalds þessa dagana en svo er þetta með uppáhalds höfundana svoldið eins og veðrið, eitt í dag og annað á morgun.“ Hinsegin Menning Höfundatal Bókmenntir Tengdar fréttir Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33 Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59 Bókmenntaverðlaunin í sjónvarpið Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur sendir ráðamönnum tóninn -- hún telur sjálft orðið eiga í vök að verjast. 27. nóvember 2015 10:03 Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég byrjaði að skrifa hvað það eru margir sem finna hjá sér þörf til að úthúða glæpasögum sem drasl-bókmenntagrein ef þeir hitta glæpasögu-höfund. Ég hef ekki orðið fyrir þessu sem leikskáld,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur eftir að blaðamaður Vísis hafði gengið á hana með það af hverju hún hafi lagt fyrir sig glæpasagnagerð að teknu tilliti til þess að ýmsir líta niður á þá tegund skáldskapar. En, það er ekki eins og hún Lilja sé kvartsár. Síður en svo. Hún er reyndar býsna hress og algerlega laus við tilgerð. Lilja má heita nýjasta stjarnan í rithöfundastétt. Hún var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu, Gildruna og svo vel hefur hún fallið í kramið að kvikmyndamógúllinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af henni. Lilja hefur fengist við leikritaskrif, leikrit hennar Stóru börnin, vakti mikla athygli auk þess sem hún hefur áður sent frá sér gæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu. Undir áhrifum frá Dan Brown „Líf mitt er eins og vitleysingaspítali þessa dagana, þú afsakar,“ sagði Lilja þegar blaðamaður var að reyna að finna tíma til að taka við hana viðtal fyrir Vísi. En, það hafðist, sem betur fer því Lilja er alveg sérdeilis skemmtilegur viðmælandi. Hún segir að það hafi í raun verið einskær tilviljun að hún fór að skrifa. Lilja heldur að það sé óþekka stelpan í sér sjálfri sem hafi leitt hana út á glæpasagnabrautina.visir/stefán „Árið 2009 auglýsti Bjartur eftir nýjum Dan Brown og ég hafði lengi haft löngun til að skrifa svo ég kýldi bara á það. Það varð fyrsta glæpasagan mín, Spor,“ segir Lilja og þrætir ekki fyrir það að vera undir talsverðum áhrifum frá þeim höfundi. „Já. Ég get nú alveg játað það og það má segja að það sjáist í nýju bókinni minni. Þar tileinka ég mér þennan þriller-stíl sem Dan Brown hefur vel á valdi sínu: stuttir kaflar, hröð atburðarrás og viðburðaríkar sögur. En, áður en til þessarar samkeppni Bjarts kom, þá hlýtur þú nú eitthvað að hafa fengist við skriftir? „Ég dúllaði aðeins við að skrifa skáldskap á menntaskólaárunum en svo datt það einhvern veginn alveg niður, en alla tíð hef ég unnið við að skrifa nytjatexta, sérstaklega um skólamál og það er þjálfun sem nýtist, meðal annars í textameðferð og því að ég er mjög fljót að skrifa.“ Glæpasagan ekki bara formúla En, af hverju glæpasögur? Lilja hugsar sig um og segir þá: „Ætli það sé ekki óþekka stelpan í mér. En í fullri alvöru þá eru glæpasögur svona vinsælar af því að þær eru skemmtilegar og einfaldasta svarið er því að mér finnst það bara gaman. Svo er hitt að ég kann því vel að hafa form til að glíma við. Ég hef skrifað nokkur leikrit sem eru fremur hefðbundin í formi en með funky innihald, samanber Stóru börnin, og sama gildir kannski með glæpasögurnar: Þar er ákveðinn strúktur til staðar sem þarf að vera réttur til að sagan gangi upp og ég hef gífurlega gaman af því að fást við það. Hann er ekki alveg borðliggjandi og þess vegna er svo gaman að glíma við hann. Þetta er ekki bara formúla eins og fólk virðist stundum halda, heldur er þetta formúla með réttri tímalínu og sannfærandi persónusköpun, sem þarf til að glæpasaga virki. En svo eru margar undirsortir af glæpóinu, svo sem detective, mystery, cosy-crime og thriller. Ég held að ég sé á réttri hillu í þrillernum.“ Lilja segir það hafa komið sér á óvart hversu margir voru til í að hreyta ónotum í glæpasöguna sem slíka og telja hana annars flokks. Þetta kannast hún ekki við sem leikskáld.visir/anton brink Vonar að fjölgi í hópi glæpasagnahöfunda En, nú er það svo að glæpasögur hafa ákaflega fyrirferðarmiklar á íslenskum bókamarkaði undanfarinn áratuginn og jafnvel lengur, svo mjög að margir gefa þessari tegund bóka hornauga; telja ganginn á þessu jafnvel á kostnað fagurbókmenntanna. Hvernig horfir þetta við þér? „Hmmm, þetta er áhugavert. Í góðu ári, eins og í ár koma út 10 íslenskar glæpasögur. Hvað ætli það sé stórt hlutfall af íslenskum skáldsögum? Ég hef ekki talið það en mér finnst það ekki svo mikið. En íslenski glæpasögubransinn er ungur og nýr og lítt þroskaður ennþá. Ég vona svo sannarlega að glæpasöguhöfundum fjölgi aðeins á næsu árum svo við fyllum allavega tvo tugi. Partýin yrðu skemmtilegri þannig! En að öllu gamni slepptu þá eru glæpasagan og fagurbókmenntirnar ekki samkeppnisaðilar sem taka hvor frá öðrum, heldur sitt hvor bókmenntagreinin sem stundum skarast aðeins, vissulega. En mín skoðun er nú að það sé gott fyrir bókmenntir í landinu að það sé sem fjölbreyttust flóra og hver bókmenntagrein sé nægilega öflug til að ná að mynda sterka menningu í kringum greinina. Glæpasagan nálgast það á íslandi en er langan veg frá því að vera komin í þann sess sem hún er í öðrum Evrópulöndum. Sumir segja að allur skáldskapur snúist um glæp og refsingu? „Það má færa rök að því. Og glæpasagan strippar þetta niður í grunninn,“ segir Lilja og hlær. Glæpur gegn bókmenntum að skrifa glæpasögu En, það fer ekkert hjá því að margir telja glæpasögurnar ómerkilegri bókmenntagrein en fagurbókmenntirnar? „Já. Það er mikil tíska að hreyta aðeins í glæpasögurnar.“ Sé litið til tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þá er eins og þessi tegund skáldskapar komi hreinlega ekki til álita? Lilja veltir því fyrir sér hvort það sé verðugt markmið að skrifa glæpasögu sem hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.visir/arnþór „Já. Hreinræktuð glæpasaga myndi aldrei fá svoleiðis tilnefningar. Það er reyndar alveg sér-íslensk vitleysa að bera glæpasögur saman við aðrar tegundir bókmennta. Sko, ef ég nefni dæmi til samanburðar, þá getur varla falist í því meiri skáldskaparlegt afrek að setja saman barnabók og góða glæpasögu; það er óneitanlega einhver tilgerð innbyggð í þetta? „Já, það er vissulega góður punktur. Glæpaheimurinn íslenski er með sérstök verðlaun, Blóðdropann þar sem glæpasögur keppa sin á milli. En reyndar kvarta ævisöguritarar undan því sama. Að ekki sé litið á ævisögur sem almennilega bókmenntagrein. Og þó er hún mjög sterk hér á landi.“ Já, en... það er líka til eitthvað sem heitir Fjöruverðlaun, sérstök verðlaun sem bara eru fyrir kvenrithöfunda, en það útilokar ekki konur frá Íslensku bókmenntaverðlaununum? Svo virðist sem glæpasagan teljist annars flokks? „Já, ég ætti kannski að setja mér þetta markmið: að skrifa glæpasögu sem gæti unnið bókmenntaverðlaunin. Alltaf gott að fá ögrun,“ segir Lilja og brosir við þessum tilraunum blaðamanns til að fá fram eitthvað kvart og kvein frá viðmælanda sínum. Algerlega ljóst að Lilja er ekki þeirrar gerðar. En, blaðamaður gefur sig ekki og bendir á að margir glæpasagnahöfundar hafi kvartað undan þessu, að það sé litið niður á glæpasögurnar innan bókmenntageirans? „Já. Auðvitað finnum við öll sem skrifum glæpó fyrir því öðru hverju. Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég byrjaði að skrifa hvað það eru margir sem finna hjá sér þörf til að úthúða glæpasögum sem drasl-bókmenntagrein ef þeir hitta glæpasögu-höfund. Ég hef ekki orðið fyrir þessu sem leikskáld. Þetta er svona eins og maður hafi framið glæp gegn bókmenntunum. Sem er kannski viðeigandi fyrir glæpafólk,“ segir Lilja og brosir. Og, jú, það er eitthvað innra rím í því. Vantar fleiri lesbíur í íslenskar bókmenntir En, að öðru. Lilja segir erfitt að meta það hversu lengi hún var að vinna að Gildrunni. „Ég hélt ekki saman klukkutímunum en ég var fremur fljót að skrifa hana, því ég hafði mjög gaman af því. Ég hlakkaði til í hvert skipti sem mér gafst tími til að setjast við að byrja að dúndra á lyklaborðið.“ Og, það hefur verið fjör hjá þér við skriftirnar því ég sé á vefnum Pjatt.is, ar sem fjallað erum söguna undir fyrirsögninni Villtar veislur, dóp og lesbíur; söguefnið, er þetta eitthvað sem þú sækir í eigin reynsluheim? (Spyr blaðamaður lymskulega.) Lilja skrifar um dóp og lesbíur, villtar bankaveislur og hefur trausta heimildamenn fyrir ýmsu en kjaftasögur fyrir öðru. Beínt úr íslenskum veruleika.visir/stefán „Ég valdi að fjalla um hinsegin konur til þess að nálgast minn eigin reynsluheim. Til þess að persónurnar væri nær mér og ég sjálf hefði meira gaman af þeim. Auk þess sem það vantar fleiri lesbíur í íslenskar bókmenntir finnst mér.“ Það vantar kannski ekki samkynhneigða í skáldskap, ef litið er til kenninga þar að lútandi þá til dæmis varðandi Gunnar og Njál og Tinna. Já, þær eru þarna kannski lesbíurnar, en eru loks að koma út úr skápnum í skáldskapnum? „Kannski má segja það. Mér finnst gaman að fjalla um lesbískar konur á sama hátt og fallað væri um hvern annan, þar sem hinsegin veruleikinn spilar stóran þátt.“ Kjaftasögur uppspretta hugmynda En, Lilja segir þetta samt ekki aðalmálið hvað varðar Gildruna. „Villtu bankaveislurnar eru að hluta til byggðar á hrunmálunum öllum sem við þekkjum öll auk þess sem kjaftasögur hafa nýst mér vel. Kjaftasögur eru mikil uppspretta hugmynda,“ segir Lilja og brosir. Og hún bætir við: „En að auki hafði ég góða heimildarmenn.“ Þannig að þetta er verk sem er sprottið úr íslenskum veruleika, íslenskum samtíma? „Já. Það er alveg þannig. Dópinnflutningurinn, bankahrunsmálin og fleira sem gerist á Íslandi er afar girnilegur efniviður í sögur.“ Nú er það nokkur nauðsyn uppá að skapa spennu og jafnvel gæsahúð þegar glæpasögur eru annars vegar að sagan sé trúverðug; þú leggur hana alveg upp þannig? „Jaaaa, nú er það matsatriði. Ég hef fengið ýmis komment á eitt ákveðið atriði í bókinni sem þykir ekki trúverðugt, en það er reyndar byggt á sannri sögu. En ég hef lagt mesta áherslu á að skapa trúverðugar persónur og það er held ég lykillinn að því að fólk taki sögunni, að persónurnar eru nokkuð þéttar.“ Stressar sig ekkert á sölulistum Nú erum við stödd í miðju bókaflóðinu þar sem taugar rithöfunda og útgefenda eru þandar svo um munar. Vikulega eru gefnir út sölulistar og í þá rýna menn sig rauðeyga. Er þetta eitthvað sem þú býður spennt eftir að sjá? „Æi, nei. Auðvitað vil ég að bókin seljist og er alveg himinlifandi yfir því hvað hún hefur gengið vel. En ég gæti alveg gert sjálfa mig vitlausa ef ég ætlaði að stressa mig á því hvort bókin sé inni á lista þessa vikuna eða ekki.“ Gildran er sú fyrsta í þriggja bóka seríu þannig að ört vaxandi hópur aðdáenda Lilju geta hugsa sér gott til glóðarinnar.visir/anton brink En, þú ætlar að halda ótrauð áfram við skriftirnar? „Ég held ótrauð áfram enda er Gildran fyrsta bók af þremur í seríu. Það er gaman að vera komin á nýtt forlag með nokkurskonar nýja byrjun.“ Lilja færði sig nýverið frá Bjarti og yfir til Forlagsins, hvernig kom það til? „Ég var síðast með bók hjá Bjarti 2010 svo það er langt um liðið. Það var hálfgerð tilviljun að ég fór yfir til Forlagsins, en það var umboðsmaður í Bretlandi sem vildi fá erlenda útgáfuréttinn að Gildrunni eftir að hafa séð prufukafla, en ég vissi ekki hvernig ég átti að snúa mér í því svo ég leitaði til réttindastofu Forlagsins um ráðgjöf og þau bentu mér á að leyfa Forlaginu að sjá drögin að sögunni áður en ég seldi hana til útlanda. Og endirinn varð sá að þau vildu endilega fá Gildruna til útgáfu ásamt erlenda réttinum sem hefur skilað sér í því að bókin mun koma út á Frönsku og Norsku bráðlega auk þess sem kvikmyndasamningur er í höfn.“ Shakespeare í miklu uppáhaldi Það var og. Svona rétt í lokin, fyrir aðdáendur Lilju er forvitnilegt að vita hverjir eru hennar eftirlætis höfundar? Lilju finnst þetta reyndar ekkert sérstaklega skemmtileg spurning. „Úff. Ég held ég verði að skjóta bara á einhverja dauða til að móðga engan með gleymsku. Ég hef endalaust gaman af Shakespeare, sem leikur sér að hverri einustu tegund plotta af tærri snilld. Freud er í uppáhaldi hjá mér, sérstaklega draumaráðningarnar og suður-amerísku höfundarnir eins og Isabel Allende eiga stóran stað í hjarta mínu. Af glæpahöfundum eru ValMcDermid og Fred Vargas uppáhalds þessa dagana en svo er þetta með uppáhalds höfundana svoldið eins og veðrið, eitt í dag og annað á morgun.“
Hinsegin Menning Höfundatal Bókmenntir Tengdar fréttir Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33 Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59 Bókmenntaverðlaunin í sjónvarpið Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur sendir ráðamönnum tóninn -- hún telur sjálft orðið eiga í vök að verjast. 27. nóvember 2015 10:03 Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33
Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59
Bókmenntaverðlaunin í sjónvarpið Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur sendir ráðamönnum tóninn -- hún telur sjálft orðið eiga í vök að verjast. 27. nóvember 2015 10:03
Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48