Inga Elín Cryer setti nýtt Íslandsmet í 200 metra flugsundi í morgun á þriðja keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í 25 metra laug í Netanya í Ísrael.
Inga Elín synti á 2:12,95 mínútum og varð í fimmtánda sæti af 22 keppendum.
Inga Elín bætti sitt eigið Íslandsmet um 3,77 sekúndur sem er rosaleg mikil bæting hjá Skagastúlkunni.
Gamla met Ingu var síðan 11. nóvember 2011 en þá synti hún á 2:16.72 mínútum.
Inga Elín synti í þriðja og síðasta riðlinum og varð þar fimmta. Sundið gefur henni 728 alþjóðleg stig.
Inga Elín bar 7,88 sekúndum á eftir Þjóðverjanum Franzisku Hentke sem var með besta tímann og var 4,13 sekúndum frá því að komast í úrslitin.
Inga Elín var eini keppandinn frá Norðurlöndunum í sundinu og náði því bestum árangri kvenna frá Norðurlöndum í 200 metra flugsundi.
