Aðventan: Laufabrauðsgerðin ómissandi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. desember 2015 13:30 Sölku Sól Visir/Ernir Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“ Jólafréttir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“
Jólafréttir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira