Bronsstúlkan okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Eygló með bronsverðlaunin fyrir 200 metra baksundið. vísir/afp Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar Sund Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar
Sund Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira