Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 14:20 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars. CLN-málið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars.
CLN-málið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira