Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 10:53 Magnús Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/stefán Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35