Umhverfismál eru lýðheilsumál Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 8. desember 2015 11:48 Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eru umhverfismál og umhverfismál efnahagsmál, en efnahagsmál snúast um það hvernig mannfólkið getur best lifað á þessari jörð. Hvernig líf er það sem mannskepnan hefur búið sér í þessum heimkynnum hennar sem eru þau einu mögulegu sem henni gefast í fyrirsjáanlegri framtíð? Það líf er æði margbreytilegt; allt frá því að vera í nokkuð góðri sátt við náttúruna - það köllum við frumstætt líf - og til þeirra lifnaðarhátta ofgnægta sem ganga svo nærri gæðum jarðar að ef allir Jarðarbúar lifðu svo dygði ekki ein Jörð heldur þyrfti margar. En við eigum bara eina Jörð - og þar liggur vandinn. Við, sem teljumst til þróaðri íbúa Jarðar, getum einfaldlega ekki haldið áfram lifnaðarháttum sóunar og mengunar. Því verður að linna. En, hvernig förum við að? Við getum gert æði margt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með er ekki sagt að við þurfum að draga úr lífsgæðum okkar. Við þurfum hins vegar að gera hlutina öðruvísi en hingað til. Breytingar á lífsháttunum okkar hafa ekki bara jákvæð áhrif á náttúruna heldur líka á lífsgæði okkar sjálfra. Umhverfismál eru nefnilega líka lýðheilsumál. Skoðum innkaupin okkar og verum gagnrýnin á hvað við borgum fyrir. Eru vörurnar umhverfisvænar? Hverju var kostað til við framleiðslu þeirra? Berast vörurnar til mín um langan veg eða eru þær framleiddar í mínu nærumhverfi? Eru umbúðirnar óþarflega stórar og miklar? Svona höfum við áhrif á vöruframboðið. Veljum vörur sem valda minni losun gróðurhúsalofttegunda, sem verður svo til þess að framboðið breytist til að anna breyttri eftirspurn. Komum á breytingum með buddunni. Temjum okkur nýtni, því það er ekkert nema galið að henda vörum sem búið er að kosta miklu til að framleiða, flytja með flugi/skipi til okkar, og við borgum svo fyrir með launum strits okkar. Við Íslendingar hendum víst 3200 tonnum af textíl í ruslið á ári. Það er þrisvar sinnum meira en við förum með í Rauða krossinn. Samt tekur RKÍ á móti öllum textíl, ónýtum sem nýtum. Framleiðsla á kjöti og mjólkurvörum er orkufrek og losar meira af gróðurhúsalofttegundum en grænmetisræktun. Aukum því hlutfall grænmetis í fæðuvali okkar. Það er ekki bara umhverfisvænt heldur líka hollt. Skoðum líka ferðamáta okkar. Get ég gengið eða hjólað í stað þess að nota bíl? Get ég tekið strætó eða rútu? Get ég samnýtt bíl með öðrum? Mengar bíllinn minn óþarflega mikið? Það að nota virkar samgöngur (ganga eða hjóla) hefur ekki bara mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér heldur líka umhverfislegan. Og síðast en ekki síst nýtur heilsan okkar góðs af því. Veljum sparneytnari bíla og vistvænni orkugjafa og stundum vistvænni akstur. Ábyrgð sveitarfélaganna í umhverfismálum er mikil. Í þeirra höndum er að auðvelda okkur íbúunum að sýna umhverfisábyrgð í verki og móta þannig umhverfisvænt samfélag. Sorphirðan stýrir því þó nokkuð hvernig við flokkum. Öll sveitarfélög ættu að hafa það að markmiði að vera með þriggja tunnu flokkunarkerfi; almennt sorp, endurvinnanlegt og svo lífrænt til moltugerðar. Og allt á að vera gert til þess að minnka hlutfall almenna sorpsins sem fer til urðunar. Og það er á ábyrgð sveitarfélaganna að þétta byggð og haga borga- og bæjaskipulagi svo að fólk geti auðveldlega nýtt sér almenningssamgöngur, hjólað í skólann á sérstökum hjólastígum, að verslun og þjónusta sé innan hverfis en ekki á bílaeyjum á jaðri byggðar. Þetta mun til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á umhverfi, lífsgæði og lýðheilsu. Hjá okkur, einstaklingunum fyrst og fremst, liggur ábyrgðin á því hvort mannskepnan eigi sér yfirleitt hugnanlega framtíð hér á jörð; hjá okkur sem allt eigum, okkur sem mörkum dýpstu umhverfissporin. Ábyrgð, en líka böns af tækifærum. Nýtum þau!
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar