Kínamúrar Helga Stjórnarmaðurinn skrifar 9. desember 2015 09:30 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira