Kolefnishlutlaus Akureyri Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun