Juventus hafði betur gegn AC Milan í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum en leiknum lauk með heimasigri, 1-0.
Paulo Dybala skoraði eina mark leiksins á 66. mínútu. Leikmann AC Milan reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan sigur Juve.
Juventus er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig en AC Milan í því sjöunda með 20 stig. Liðin höfðu því sætaskipti í kvöld.
