Sjálfakandi Volvo 2017 Sæunn Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Horft á bíó á leið í vinnu. Mynd/Volvo Bílaframleiðandinn Volvo segist stefna að því að koma sjálfkeyrandi bíl á markað eftir tvö ár. Ef áætlanir ganga eftir mun bíll Volvo þá vera kominn á markað á undan sjálfkeyrandi bílum Google og Ford. Volvo kynnti bílinn, sem hefur fengið nafnið Concept 26, í vikunni. Nafnið vísar til þess að meðalmaður eyði 26 mínútum í að keyra til vinnu á hverjum degi. Birtar voru myndir af bílnum að innan, en engar myndir að utan, til þess að undirstrika upplifunina á því að sitja eða keyra bílnum. Að innan lítur bíllin frekar út eins og sætaröð í business class í flugvél en hefðbundinn fólksbíll. Þegar stutt er á sjálkeyrandi stillinguna hverfur stýrið og í staðinn kemur upp skjár. Þá getur eigandinn horft á uppáhalds þætti sína eða kvikmyndir á meðan á akstrinum stendur. Sjálfkeyrandi bíll Google er ekki væntanlegur fyrr en árið 2020. Ford segir sinn bíl ekki tilbúinn fyrr en eftir fjögur ár. Ef áætlanir standast verður Volvo með fyrsta sjálfkeyrandi bílinn á götunni. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Bílaframleiðandinn Volvo segist stefna að því að koma sjálfkeyrandi bíl á markað eftir tvö ár. Ef áætlanir ganga eftir mun bíll Volvo þá vera kominn á markað á undan sjálfkeyrandi bílum Google og Ford. Volvo kynnti bílinn, sem hefur fengið nafnið Concept 26, í vikunni. Nafnið vísar til þess að meðalmaður eyði 26 mínútum í að keyra til vinnu á hverjum degi. Birtar voru myndir af bílnum að innan, en engar myndir að utan, til þess að undirstrika upplifunina á því að sitja eða keyra bílnum. Að innan lítur bíllin frekar út eins og sætaröð í business class í flugvél en hefðbundinn fólksbíll. Þegar stutt er á sjálkeyrandi stillinguna hverfur stýrið og í staðinn kemur upp skjár. Þá getur eigandinn horft á uppáhalds þætti sína eða kvikmyndir á meðan á akstrinum stendur. Sjálfkeyrandi bíll Google er ekki væntanlegur fyrr en árið 2020. Ford segir sinn bíl ekki tilbúinn fyrr en eftir fjögur ár. Ef áætlanir standast verður Volvo með fyrsta sjálfkeyrandi bílinn á götunni.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent