Sextán handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2015 23:13 Frá aðgerðum lögreglu í Brussel í kvöld. Vísir/Getty Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59 Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59
Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52