Alfreð um landsliðið: Var búinn að kalla eftir tækifærum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 11:30 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason er ánægður með hafa nýtt tækifærið vel sem hann fékk með íslenska landsliðinu í nýafstaðinni leikjatörn. Alfreð skoraði í báðum vináttuleikjum Íslands í mánuðinum en strákarnir mættu þá Póllandi og Slóvakíu. Báðir leikir töpuðust en Alfreð er ánægður með sinn þátt. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur við að tapa leikjum,“ sagði Alfreð við Vísi en hann var í viðtali í Fréttablaðinu í dag um viðureign liðs síns, Olympaikos, gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld og stöðu sína innan gríska liðsins.Sjá einnig: „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð þurfti að sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu í undankeppni EM 2016 þar sem Ísland tryggði sér í fyrsta sinn þátttökurétt á stórmóti A-landsliða karla. „Ég hef verið að kalla eftir tækifærum með landsliðinu og þegar þau koma þá þarf maður að sýna í hvað manni býr,“ segir Alfreð. „Við framherjar lifum á því að skora og ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt með þessum leikjum. Þetta voru fínir leikir fyrir mig.“ Afar líklegt verður að teljast að Alfreð verði í leikmannahópi Íslands næsta sumar verði hann heill heilsu en eins og hann segir við Fréttablaðið í dag vill hann fá að spila meira en hann hefur gert hjá Olympiakos. Hann mun skoða stöðu sína þegar opnað verður fyrir félagaskiptagluggann um áramótin ef ekkert breytist. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 Alfreð fékk blys í sig fyrir stórleikinn - Myndband Alfreð í eldlínunni í Grikklandi 21. nóvember 2015 17:41 Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð: Ætlum að tryggja okkur áfram gegn Bayern Íslenski framherjinn segir grísku meistarana stefna á efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar. 6. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Alfreð Finnbogason er ánægður með hafa nýtt tækifærið vel sem hann fékk með íslenska landsliðinu í nýafstaðinni leikjatörn. Alfreð skoraði í báðum vináttuleikjum Íslands í mánuðinum en strákarnir mættu þá Póllandi og Slóvakíu. Báðir leikir töpuðust en Alfreð er ánægður með sinn þátt. „Auðvitað er maður alltaf ósáttur við að tapa leikjum,“ sagði Alfreð við Vísi en hann var í viðtali í Fréttablaðinu í dag um viðureign liðs síns, Olympaikos, gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld og stöðu sína innan gríska liðsins.Sjá einnig: „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð þurfti að sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu í undankeppni EM 2016 þar sem Ísland tryggði sér í fyrsta sinn þátttökurétt á stórmóti A-landsliða karla. „Ég hef verið að kalla eftir tækifærum með landsliðinu og þegar þau koma þá þarf maður að sýna í hvað manni býr,“ segir Alfreð. „Við framherjar lifum á því að skora og ég held að ég hafi ekki gert neitt slæmt með þessum leikjum. Þetta voru fínir leikir fyrir mig.“ Afar líklegt verður að teljast að Alfreð verði í leikmannahópi Íslands næsta sumar verði hann heill heilsu en eins og hann segir við Fréttablaðið í dag vill hann fá að spila meira en hann hefur gert hjá Olympiakos. Hann mun skoða stöðu sína þegar opnað verður fyrir félagaskiptagluggann um áramótin ef ekkert breytist.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00 Alfreð fékk blys í sig fyrir stórleikinn - Myndband Alfreð í eldlínunni í Grikklandi 21. nóvember 2015 17:41 Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30 „Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00 Alfreð: Ætlum að tryggja okkur áfram gegn Bayern Íslenski framherjinn segir grísku meistarana stefna á efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar. 6. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Fáránleg ákvörðun að setja framherja sem skorar sigurmark á bekkinn“ Alfreð Finnbogason og félagar í Olympiakos mæta Bayern München á hinum magnaða Allianz-leikvangi í München. Alfreð er ósáttur við hversu lítið hann hefur fengið að spila. 24. nóvember 2015 06:00
Alfreð fékk blys í sig fyrir stórleikinn - Myndband Alfreð í eldlínunni í Grikklandi 21. nóvember 2015 17:41
Alfreð má ekki tjá sig Fékk blys í sig fyrir stórleik Olympiakos gegn Panathinaikos á Grikklandi um helgina. 23. nóvember 2015 11:30
„Stundum spurt mig hvers vegna ég sé að þessu“ Alfreð Finnbogason hefur upplifað rosalega góða tíma og alls ekki svo góða á fimm árum í atvinnmennsku. Þrátt fyrir að spila lítið með landsliðinu finnst honum hann vera hluti af hópnum. 24. október 2015 09:00
Alfreð: Ætlum að tryggja okkur áfram gegn Bayern Íslenski framherjinn segir grísku meistarana stefna á efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar. 6. nóvember 2015 11:30