Fótbolti

Zlatan: Ég upplifði drauminn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan í leiknum í gær.
Zlatan í leiknum í gær. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic sneri í gær aftur á æskuslóðir sínar þegar PSG mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu. Frakkarnir unnu 5-0 sigur og skoraði Zlatan eitt markanna.

Zlatan fór frá Malmö árið 2001 og hefur síðan átt magnaðan feril. Endurkomu hans til Svíþjóðar var beðið með mikilli eftirvæntingu og Zlatan var hrærður eftir leikinn.

Sjá einnig: Zlatan skoraði í heimkomunni

„Ég fékk gæsahúð. Mér leið eins og að ég væri aftur kominn heim. Þetta var rúsínan í pylsuendanum. Ég hef upplifað margt og nú þetta,“ sagði hann eftir leikinn í gær.

„Ég veit að það er ekki mikið eftir hjá mér en vonandi er eitthvað sem ég á eftir að upplifa. En þetta var frábær stund fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem hafa fylgt mér í gegnum árin.“

„Hérna byrjaði þetta allt saman og það var frábært að fá að koma hingað á meðan ég er á toppnum og að gera það sem ég geri best - að spila fótbolta. Ég veit ekki hversu margir fá að upplifa það en mér er sama því ég fékk að upplifa það.“

„Ég upplifði draum í kvöld. Þá náði ég líka að skora. Ég er afar hamingjusamur. Það hefur alltaf verið gott samband á milli mín og stuðningsmanna Malmö.“

Zlatan leigði torgið í miðbæ Malmö fyrir stuðningsmenn sem áttu ekki miða á leikinn.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×