Þetta fer eflaust á ísskápinn: Jólabíótalið 2015 Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:09 Jólabíótalið 2015! Hér að ofan má sjá dagatalið sem birtist í Fréttablaðinu í dag, með einni kvikmynd fyrir hvern dag í desember fram að jólum. Dagatalið gerði Pétur Orri Gíslason. Þetta er fimmta árið sem kvikmyndaáhugamaðurinn Pétur Orri sendir frá sér sérstakt jóladagatal, þar sem glaðningurinn á hverjum degi er kvikmynd sem tengist jólunum. „Þetta er góð leið til þess að koma sér í réttu stemninguna fyrir jólin,“ útskýrir Pétur. Að búa til dagatal er orðið að hefð hjá honum, en hingað til hefur hann birt þetta á Facebook-síðu sinni. Í ár ætlar hann einnig að leyfa lesendum Fréttablaðsins að njóta. „Aðferðafræðin er þannig að um miðjan nóvember bið ég um ábendingar fyrir dagatalið, hvaða myndir fólk vill sjá. Ég fæ slatta af tilnefningum og vinn svo úr þeim heildstæðan lista, hvernig ég held að þetta passi best. Listinn breytist oft ár frá ári, en það eru fastir liðir þarna inn á milli, eins og síðustu tvær myndirnar. Sá hluti breytist ekkert.“Hér að ofan má sjá dagatalið sjálft og mælum við með því að fólk hreinlega prenti út og hengi á ískápinn. Die Hard er harðhausamynd, en á sama tíma jólamynd. 1. Die Hard 1 „Hún er bæði jólamynd og algjör harðhausamynd. Auðvitað er mikil harka í henni, þannig að það er fínt að byrja á henni, þannig að enn sé svolítið langt í aðfangadag.“2. Bad Santa „Kolsvört jólakómedía. Billy Bob Thornton og fleiri fara á kostum í henni.“3. Home Alone „Þessa mynd hafa örugglega flestir séð. Hún klikkar aldrei. Macaulay Culkin er auðvitað magnaður og Joe Pesci og Daniel Stern eru frábærir sem seinheppnu innbrotsþjófarnir. Algjör jólamynd.“ 4. I‘ll be home for Christmas „Þessi mynd setur margan í gírinn sem er eða hefur verið erlendis yfir jólin og langað heim. Eins þá sem hafa þurft að fara langa leið heim á jólunum.“ Elf með Will Ferrell er klassísk jólamynd. 5. Christmas With the Cranks „Það eru alltaf skiptar skoðanir um þessa. Sumum finnst hún frábær, en öðurm ekki. Þessi fékk tilnefningu í ár sem gleður eflaust aðdáendur Tim Allen.“6. Uncle Buck „Fólk deilir alveg um hvort að hún sé í raun jólamynd. Þetta er auðvitað óborganleg mynd með hinum heitna John Candy, sem fer á kostum. Góð mynd með fallegan boðskap.“7. Elf „Þessi er gríðarlega vinsæl hjá fólki í ólíkum aldurshópum. Will Ferrell er þarna líklega á toppi síns grínferils. Þetta er mynd sem hittir einhvernveginn alltaf í mark fyrir jólin.8. Die Hard 2 „Eins og fyrsta myndin, þá gerist þessi á aðfangadag, nema ári seinna og hinum megin í Bandaríkjunum. Það er alltaf grjóthörð ósk um að fá þessar tvær fyrstu Die Hard myndirnar á listann.“ The Ref með Dennis Leary hentar vel á aðventunni. 9. Love Actually „Frábær og raunsæ mynd um ólíka einstaklinga og sögur þeirra sem tvinnast svo saman á einn eða annan hátt. Virkilega vel skrifuð og sýnir hluti sem venjulegt fólk „dílar“ við í jólaundirbúningnum og svona. Topp jólamynd.“10. The Holliday „Mjög góð mynd fyrir alla til að horfa á. Sýnir fólk sem fer úr sínum þægindahring. Eitthvað sem allir tengja við.“11. Rare Exports „Grjóthörð finnsk jólahrollvekjumynd og hefur skapast ákveðið „költ“ í kringum hana. Finnar eru jafn geðveikir og við Íslendingar í því að halda að þeirra land sé heimili jólasveinanna. Ég mæli vel með þessari.“12. The Ref „Mörgum nægir að vita að Dennis Leary fer með aðalhutverkið í henni, því þá vita þeir að þetta steinliggur. Kevin Spacey er líka flottur í þessari fyndnu mynd um innbrotsþjóf sem brýst inn hjá fólki fyrir jólin.“ Trapped in Paradise, vondir menn á góðum stað. 13. Home Alone 2 „Gerir það sem margar framhaldsmyndir ná ekki að gera, að standa undir væntingum. Er algjörlega frábær mynd og fín um miðja aðventuna, eða svo til.“14. Trapped in Paradise „Þessi er auðvitað gargandi snilld. Segir frábæra sögu af vondum mönnum á góðum staða og hvaða áhrif það hefur á þá.“15. Family Man „Tvær myndir með Nicolas Cage í röð, getur ekki klikkað! Þetta er sannkölluð jólamynd með góðum boðskap um mann sem endurmetur hlutina í lífinu.“16. Earnest Saves Christmas „Gamli góði Earnest heitinn er flottur í þessari. Góður jólaandi í þessari mynd, falleg og góð saga.“ Hvernig er að vera bróðir jólasveinsins? Því er svarað í Fred Claus. 17. Fred Claus „Mjög skemmtileg mynd um eldri bróður jólasveinsins. Auðvitað fylgir því öfund og afbrýðisemi, að vera bróðir hans. En svo þarf stóri bróðir að hjálpa til. Góð mynd með flottum söguþræði.“18. Lethal Weapon „Þessa þekkja auðvitað flestir. Það er gaman að sjá hvernig karakterinn Roger Mortaugh hjálpar Martin Rigg að sjá tilgang í lífinu og endurspeglar myndin vel ólíka tilveru þeirra beggja. Hress, skemmtileg og spennandi mynd sem gerist á jólunum.“19. Gremlins „Þessi dettur yfirleitt á alla listana, enda tímalaus snilld. Fjallar um strák sem fær gæludýr í jólagjöf að nafni Gizmo. Hann fær þrjár reglur frá föður sínum um meðhöndlunina en vissulega tekst honum að klúðra því og úr verður flott bíómynd.“ 20. The Santa Claus „Önnur myndin með Tim Allen á listanum. Mynd sem beðið er um á hverju ári. Segir sögu af manni sem banar óvart jólasveininum og þarf að fylla í stóra búninginn.“ Klassík, klassík, klassík. Allir eiga að geta notið Christmas Vacation á aðfangadag. 21. A very Harold and Kumar Christmas „Ef fólk er að farast úr jólastressi, þá er fínt að setja þessa mynd í og slökkva svolítið á heilanum.“ 22. The Grinch „Margir höfðu Gugnað á því að gera bíómynd um Trölla, en svo kom Ron Howard fram og auðvitað fékk hann Jim Carey með sér. Eini maðurinn í heiminum sem getur valdið þessu hlutverki jafn vel og Stefán Karl Stefánsson.“ 23. Nightmare Before Christmas „Þessi verður alltaf á listanum daginn fyrir jól, enda passar hún hvergi annarsstaðar. Hér er um að ræða enn eina snilldina frá Tim Burton. Er svolítið vel öðruvísi mynd en alveg mögnuð og hentar vel á Þorláksmessu.“24. Christmas Vacation „Þetta er auðvitað aðalmyndin og er á aðfangadag á hverju ári. Þetta er mynd sem ég hef horft á síðustu 25 ár á aðfangadag, oft yfir miðjan dag til að stutta manni stundir. Ég hugsa nú að flestir hafi séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og þessi mynd klikkar hreinlega aldrei. Randy Quaid er senuþjófurinn sem bindur myndina saman. Engin mynd segir jafn mikið „gleðileg jól“ og þessi.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hér að ofan má sjá dagatalið sem birtist í Fréttablaðinu í dag, með einni kvikmynd fyrir hvern dag í desember fram að jólum. Dagatalið gerði Pétur Orri Gíslason. Þetta er fimmta árið sem kvikmyndaáhugamaðurinn Pétur Orri sendir frá sér sérstakt jóladagatal, þar sem glaðningurinn á hverjum degi er kvikmynd sem tengist jólunum. „Þetta er góð leið til þess að koma sér í réttu stemninguna fyrir jólin,“ útskýrir Pétur. Að búa til dagatal er orðið að hefð hjá honum, en hingað til hefur hann birt þetta á Facebook-síðu sinni. Í ár ætlar hann einnig að leyfa lesendum Fréttablaðsins að njóta. „Aðferðafræðin er þannig að um miðjan nóvember bið ég um ábendingar fyrir dagatalið, hvaða myndir fólk vill sjá. Ég fæ slatta af tilnefningum og vinn svo úr þeim heildstæðan lista, hvernig ég held að þetta passi best. Listinn breytist oft ár frá ári, en það eru fastir liðir þarna inn á milli, eins og síðustu tvær myndirnar. Sá hluti breytist ekkert.“Hér að ofan má sjá dagatalið sjálft og mælum við með því að fólk hreinlega prenti út og hengi á ískápinn. Die Hard er harðhausamynd, en á sama tíma jólamynd. 1. Die Hard 1 „Hún er bæði jólamynd og algjör harðhausamynd. Auðvitað er mikil harka í henni, þannig að það er fínt að byrja á henni, þannig að enn sé svolítið langt í aðfangadag.“2. Bad Santa „Kolsvört jólakómedía. Billy Bob Thornton og fleiri fara á kostum í henni.“3. Home Alone „Þessa mynd hafa örugglega flestir séð. Hún klikkar aldrei. Macaulay Culkin er auðvitað magnaður og Joe Pesci og Daniel Stern eru frábærir sem seinheppnu innbrotsþjófarnir. Algjör jólamynd.“ 4. I‘ll be home for Christmas „Þessi mynd setur margan í gírinn sem er eða hefur verið erlendis yfir jólin og langað heim. Eins þá sem hafa þurft að fara langa leið heim á jólunum.“ Elf með Will Ferrell er klassísk jólamynd. 5. Christmas With the Cranks „Það eru alltaf skiptar skoðanir um þessa. Sumum finnst hún frábær, en öðurm ekki. Þessi fékk tilnefningu í ár sem gleður eflaust aðdáendur Tim Allen.“6. Uncle Buck „Fólk deilir alveg um hvort að hún sé í raun jólamynd. Þetta er auðvitað óborganleg mynd með hinum heitna John Candy, sem fer á kostum. Góð mynd með fallegan boðskap.“7. Elf „Þessi er gríðarlega vinsæl hjá fólki í ólíkum aldurshópum. Will Ferrell er þarna líklega á toppi síns grínferils. Þetta er mynd sem hittir einhvernveginn alltaf í mark fyrir jólin.8. Die Hard 2 „Eins og fyrsta myndin, þá gerist þessi á aðfangadag, nema ári seinna og hinum megin í Bandaríkjunum. Það er alltaf grjóthörð ósk um að fá þessar tvær fyrstu Die Hard myndirnar á listann.“ The Ref með Dennis Leary hentar vel á aðventunni. 9. Love Actually „Frábær og raunsæ mynd um ólíka einstaklinga og sögur þeirra sem tvinnast svo saman á einn eða annan hátt. Virkilega vel skrifuð og sýnir hluti sem venjulegt fólk „dílar“ við í jólaundirbúningnum og svona. Topp jólamynd.“10. The Holliday „Mjög góð mynd fyrir alla til að horfa á. Sýnir fólk sem fer úr sínum þægindahring. Eitthvað sem allir tengja við.“11. Rare Exports „Grjóthörð finnsk jólahrollvekjumynd og hefur skapast ákveðið „költ“ í kringum hana. Finnar eru jafn geðveikir og við Íslendingar í því að halda að þeirra land sé heimili jólasveinanna. Ég mæli vel með þessari.“12. The Ref „Mörgum nægir að vita að Dennis Leary fer með aðalhutverkið í henni, því þá vita þeir að þetta steinliggur. Kevin Spacey er líka flottur í þessari fyndnu mynd um innbrotsþjóf sem brýst inn hjá fólki fyrir jólin.“ Trapped in Paradise, vondir menn á góðum stað. 13. Home Alone 2 „Gerir það sem margar framhaldsmyndir ná ekki að gera, að standa undir væntingum. Er algjörlega frábær mynd og fín um miðja aðventuna, eða svo til.“14. Trapped in Paradise „Þessi er auðvitað gargandi snilld. Segir frábæra sögu af vondum mönnum á góðum staða og hvaða áhrif það hefur á þá.“15. Family Man „Tvær myndir með Nicolas Cage í röð, getur ekki klikkað! Þetta er sannkölluð jólamynd með góðum boðskap um mann sem endurmetur hlutina í lífinu.“16. Earnest Saves Christmas „Gamli góði Earnest heitinn er flottur í þessari. Góður jólaandi í þessari mynd, falleg og góð saga.“ Hvernig er að vera bróðir jólasveinsins? Því er svarað í Fred Claus. 17. Fred Claus „Mjög skemmtileg mynd um eldri bróður jólasveinsins. Auðvitað fylgir því öfund og afbrýðisemi, að vera bróðir hans. En svo þarf stóri bróðir að hjálpa til. Góð mynd með flottum söguþræði.“18. Lethal Weapon „Þessa þekkja auðvitað flestir. Það er gaman að sjá hvernig karakterinn Roger Mortaugh hjálpar Martin Rigg að sjá tilgang í lífinu og endurspeglar myndin vel ólíka tilveru þeirra beggja. Hress, skemmtileg og spennandi mynd sem gerist á jólunum.“19. Gremlins „Þessi dettur yfirleitt á alla listana, enda tímalaus snilld. Fjallar um strák sem fær gæludýr í jólagjöf að nafni Gizmo. Hann fær þrjár reglur frá föður sínum um meðhöndlunina en vissulega tekst honum að klúðra því og úr verður flott bíómynd.“ 20. The Santa Claus „Önnur myndin með Tim Allen á listanum. Mynd sem beðið er um á hverju ári. Segir sögu af manni sem banar óvart jólasveininum og þarf að fylla í stóra búninginn.“ Klassík, klassík, klassík. Allir eiga að geta notið Christmas Vacation á aðfangadag. 21. A very Harold and Kumar Christmas „Ef fólk er að farast úr jólastressi, þá er fínt að setja þessa mynd í og slökkva svolítið á heilanum.“ 22. The Grinch „Margir höfðu Gugnað á því að gera bíómynd um Trölla, en svo kom Ron Howard fram og auðvitað fékk hann Jim Carey með sér. Eini maðurinn í heiminum sem getur valdið þessu hlutverki jafn vel og Stefán Karl Stefánsson.“ 23. Nightmare Before Christmas „Þessi verður alltaf á listanum daginn fyrir jól, enda passar hún hvergi annarsstaðar. Hér er um að ræða enn eina snilldina frá Tim Burton. Er svolítið vel öðruvísi mynd en alveg mögnuð og hentar vel á Þorláksmessu.“24. Christmas Vacation „Þetta er auðvitað aðalmyndin og er á aðfangadag á hverju ári. Þetta er mynd sem ég hef horft á síðustu 25 ár á aðfangadag, oft yfir miðjan dag til að stutta manni stundir. Ég hugsa nú að flestir hafi séð hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og þessi mynd klikkar hreinlega aldrei. Randy Quaid er senuþjófurinn sem bindur myndina saman. Engin mynd segir jafn mikið „gleðileg jól“ og þessi.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira