Enski boltinn

Vardy sló met Nistelrooy | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar

Jamie Vardy, framherji Leicester, sló í dag met Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherja Manchester United, en hann skoraði í ellefta leiknum í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Vardy skoraði fyrsta mark Leicester sem leiðir 1-0 gegn Manchester United á King Power vellinum í Leicester, en Vardy skoraði þá með þrumuskoti eftir frábæra sendingu frá Riyad Mahrez.

Englendingurinn bætti því met Nistelrooy frá 2003, en Nistelrooy skoraði þá í tíu leikjum í röð. Vardy er markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk.

Leikur Leicester og United stendur nú yfir. Fylgjast má með honum í Boltavaktinni hér, en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD fyrir áhugasama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×