Beiting söngraddar í bíómyndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:15 "Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist,“ segir Þórhildur. Mynd/Daníel Starrason Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist. Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist.
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira