Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:13 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum. Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum.
Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26