Box Island kominn út á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 11:30 Markmið leiksins er að kynna krökkum fyrir forritun. Radiant Games Íslenska sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út forritunarleikinn Box Island: One Hour Coding fyrir Android og IOS snjallsíma- og tölvur. Útgáfan er sérstaklega hönnuð fyrir Hour of Code viðburðina sem haldnir verða út um allan heim í byrjun desember. Radiant Games gaf út leikinn Box Island á Íslandi fyrr í haust. Leikurinn er ætlaður krökkum og er það markmið hans að auðvelda þeim að læra og skilja forritun auk þess sem hann á að efla rökfræðilegan hugsunarhátt. Útgáfan sem nú er komin út er hluti af Hour of Code sem samtökin Code.org standa að og mun leikurinn nú vera gefin út á heimsvísu.Sjá einnig: Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkumMargir af helstu tæknifrumkvöðlum heims á borð við Bill Gates og Mark Zuckerberg koma að samtökunum. Markmið þeirra er að breiða út boðskap og mikilvægi tölvunarfræði og forritunar á heimsvísu og með Hour of Code framtakinu er ætlað að sýna krökkum fram á að auðvelt sé að læra forritun.Til þess eru haldnir yfir 100.000 viðburðir á vegum Code.org þar sem tugir milljóna nemenda stíga sín fyrstu skref í forritum. Að þessu sinni fer Hour of Code fram vikuna 7-13. desember og hafa 80.000 viðburðir verið skráðir til þáttöku í ár, þar á meðal 25 viðburðir í skólum hér á Íslandi.Sjá einnig: Sækja á heimsmarkaðLeikurinn Box Island gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ sagði Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, í samtali við Vísi. Fyrirtækið stefnir að því að gefa út aðalútgáfu Box Island í upphafi desembe-rmánaðar. Nefnist hann Box Island: Epic Coding Adventure. Í samtali við Vísi fyrr á árinu sagði Vignir að fyrirtækið ætli sér að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru viðburðir á vegum Hour of Code á dagskrá um allan heim.Allt í allt eru 82.805 viðburðir komnir á dagskrá, þar af 25 á Íslandi.Hour of Code Leikjavísir Tengdar fréttir Sækja á heimsmarkað Sprotafyrirtækið Radiant Games stefnir á að gefa út leik sinn, Box Island, á heimsvísu í næsta mánuði. 7. október 2015 14:12 Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út forritunarleikinn Box Island: One Hour Coding fyrir Android og IOS snjallsíma- og tölvur. Útgáfan er sérstaklega hönnuð fyrir Hour of Code viðburðina sem haldnir verða út um allan heim í byrjun desember. Radiant Games gaf út leikinn Box Island á Íslandi fyrr í haust. Leikurinn er ætlaður krökkum og er það markmið hans að auðvelda þeim að læra og skilja forritun auk þess sem hann á að efla rökfræðilegan hugsunarhátt. Útgáfan sem nú er komin út er hluti af Hour of Code sem samtökin Code.org standa að og mun leikurinn nú vera gefin út á heimsvísu.Sjá einnig: Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkumMargir af helstu tæknifrumkvöðlum heims á borð við Bill Gates og Mark Zuckerberg koma að samtökunum. Markmið þeirra er að breiða út boðskap og mikilvægi tölvunarfræði og forritunar á heimsvísu og með Hour of Code framtakinu er ætlað að sýna krökkum fram á að auðvelt sé að læra forritun.Til þess eru haldnir yfir 100.000 viðburðir á vegum Code.org þar sem tugir milljóna nemenda stíga sín fyrstu skref í forritum. Að þessu sinni fer Hour of Code fram vikuna 7-13. desember og hafa 80.000 viðburðir verið skráðir til þáttöku í ár, þar á meðal 25 viðburðir í skólum hér á Íslandi.Sjá einnig: Sækja á heimsmarkaðLeikurinn Box Island gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ sagði Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, í samtali við Vísi. Fyrirtækið stefnir að því að gefa út aðalútgáfu Box Island í upphafi desembe-rmánaðar. Nefnist hann Box Island: Epic Coding Adventure. Í samtali við Vísi fyrr á árinu sagði Vignir að fyrirtækið ætli sér að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru viðburðir á vegum Hour of Code á dagskrá um allan heim.Allt í allt eru 82.805 viðburðir komnir á dagskrá, þar af 25 á Íslandi.Hour of Code
Leikjavísir Tengdar fréttir Sækja á heimsmarkað Sprotafyrirtækið Radiant Games stefnir á að gefa út leik sinn, Box Island, á heimsvísu í næsta mánuði. 7. október 2015 14:12 Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Sækja á heimsmarkað Sprotafyrirtækið Radiant Games stefnir á að gefa út leik sinn, Box Island, á heimsvísu í næsta mánuði. 7. október 2015 14:12
Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00
Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum "Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. 26. ágúst 2015 13:00