Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 10:57 Aron Einar Gunnarsson vill vinna leikinn á morgun. vísir/andri marinó „Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
„Okkar takmark er að vinna leikinn á morgun þó þetta sé vináttuleikur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, á blaðamannafundi í Varsjá í dag. Strákarnir okkar mæta Póllandi í vináttulandsleik á Þjóðarleikvangi Pólverja annað kvöld, en pólska liðið er komið á EM í Frakklandi líkt og okkar menn. Hann vildi ekki svara beint hvort liðið er betra. „Þó þetta sé vináttuleikur viltu alltaf ganga stoltur frá borði. Þetta verður erfiður leikur en við viljum koma á góðum skriði inn á EM. Það er gott að halda í sigurtilfinninguna og vonandi heldur það áfram. Hvort liðið er betra kemur svo í ljós á morgun,“ sagði Aron Einar.Förum ekki bara til að njóta Aron Einar segir íslenska fara fullt sjálfstrausts til Frakklands á næsta ári þrátt fyrir að vera í lægsta styrkleikaflokki og eiga í hættu að lenda í mjög erfiðum riðli. „Allir leikirnir verða erfiðir á EM því þarna eru bara góð lið og frábær lið í efsta styrkleikaflokki. Það skiptir engu hvaða liði við mætum. Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og berjumst fyrir hvern annan. Það er það sem við gerum,“ sagði Aron Einar sem tekur undir með Lars Lagerbäck að Ísland er ekki að fara til Frakklands bara til að vera með. „Við ætlum ekki bara að fara þangað og njóta heldur vonandi komast upp úr riðli. Vonandi komumst við bara eins langt og hægt er.“ „Það eru allir sammála um að við erum ekki besta lið heims en við getum verið skipulagðir og barist fyrir hvorn annan. Það hefur skilað okkur þetta langt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn.Sigurinn í Amsterdam stærstur Íslenska liðið vann flotta sigra á stórþjóðum eins og Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi í undankeppninni. Það vann Holland meira að segja tvisvar sinnum án þess að fá á sig mark. Aðspurður hver sigranna var stærstur sagði fyrirliðinn það hljóta að vera þegar strákarnir felldu Holland á þeirra eigin heimavelli í Amsterdam. „Fyrsti leikurinn gegn Tyrklandi var frábærlega spilaður að okkar hálfu og setti tóninn. Hann fékk alla þjóðina með okkur og þar bjuggum við til eitthvað sem fólkið gat stutt okkur í,“ sagði Aron Einar. „Stærstu úrslitin hljóta samt að vera að vinna Holland úti. Það kom mest á óvart. Það var frábær tilfinning að vinna Holland,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira