Auðlindaarðurinn og þjóðin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar