Auðlindaarðurinn og þjóðin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fiskistofa hefur nú birt á vef sínum ágæta samantekt um heildarupphæð álagðra veiðigjalda þrjú sl. fiskveiðiár. Niðurstaðan er eftirfarandi: • fiskveiðiárið 2012/2013 voru álögð veiðigjöld alls 12,8 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2013/2014 voru álögð veiðigjöld alls 9,2 milljarðar króna. • fiskveiðiárið 2014/2015 voru álögð veiðigjöld alls 7,7 milljarðar króna. Með öðrum orðum, lækkunin tvö sl. fiskveiðiár frá árinu 2012/2013, er 8,7 milljarðar og í reynd nokkru meiri ef um tölur á verðlagi hvers árs er að ræða. Veiðigjöldin á síðasta fiskveiðiári eru sem sagt í heild ekki nema 7,7 milljarðar og munar þá ekki miklu að ríkisstjórninni hafi tekist að þurrka út að fullu hugsunina um sérstakt afkomutengt veiðigjald sem leggist ofan á almennt gjald sem taki mið af kostnaði við helstu þjónustustofnanir sjávarútvegsins. Er skýringanna á þessari lækkun að leita í hríðversnandi afkomu sjávarútvegsins? Nei sem betur fer ekki. Lengsta góðærisskeið í sögu íslensk sjávarútvegs stendur enn. Vissulega hefur gengið nokkuð verið að styrkjast á þessu ári og blikur eru á lofti vegna viðskiptabanns Rússa. En þessa fer fyrst að gæta nú og þá á næsta ári og breytir engu um afkomuna til baka litið sem hér er verið að fjalla um, þ.e. liðin fiskveiðiár. Á móti berast einnig jákvæðar fréttir svo sem af saltfiskmörkuðum sem eru að taka við sér, aflabrögð eru góð, þorsk og ýsukvóti aukinn o.s.frv. Flest bendir til að enn einu árinu sé að ljúka þar sem fjármunamyndunin, framlegðin, í íslenskum sjávarútvegi sé af stærðargráðunni 75-80 milljarðar króna. Eigendur stærri sjávarútvegsfyrirtækja hafa flestir greitt sér arð á árinu vegna góðrar afkomu 2014 sem samanlagt er að minnsta kosti tvöföld upphæð á við álögð veiðigjöld í heild á síðasta fiskveiðiári. Niðurstaðan er að þjóðin fær sáralitla hlutdeild beint í auðlindarentunni, viðbótararðinum af sjávarauðlindinni og það er í boði ríkisstjórnarinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun