Heppin með Pírata Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Uppgangur óhefðbundinna stjórnmálaafla víða um lönd er afleiðing efnahagshamfaranna sem hófust 2008, og þeirrar staðreyndar að stjórnvöld virtust ekki í stakk búin að taka á vandanum. Svona mætti draga saman niðurstöður Lars Christensen, hagfræðings, í grein sem hann skrifaði í Markaðinn í vikunni. Lars ber ástandið saman við það sem ríkti eftir kreppuna miklu, þegar stjórnmál og alþjóðasamskipti hafi einkennst af lýðskrumi, ofstæki, útlendingahatri, verndarstefnu og stríði. Meðal þeirra stjórnmálamanna sem Lars telur upp eru repúblikaninn Donald Trump og Jeremy Corbyn í breska Verkamannaflokknum. Hann gengur svo langt að segja að ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Trumps og efnahagslegum hugarórum Corbyns þá munum við tapa frelsi okkar. Ljóst er að þeir félagar Corbyn og Trump myndu vart taka undir með Lars, og líklega svíða það að vera kenndir við öfgastefnur, í það minnsta Corbyn. Einnig er mikilvægt að setja þann varnagla að sennilega er ólíklegt að þeir hljóti kosningu þótt þeir verði frambjóðendur sinna flokka þegar kemur að kosningum. Í hvorugu tilvikinu er útséð með það, en til þess þarf Trump að vinna prófkjör og Corbyn að sitja sem fastast fram að næstu kosningum árið 2020. Breskir kjósendur að minnsta kosti eru vanir að taka praktíska afstöðu eins og sást í síðustu kosningum þegar íhaldsmönnum var óvænt umbunað fyrir góða efnahagsstjórn. Eitt er víst að þegar kemur að „óhefðbundnum“ stjórnmálaöflum, þá erum við Íslendingar tiltölulega heppnir með okkar Besta flokk, og nú síðast Pírata. Við hefðum til dæmis getað lent í Svíþjóðardemókrötum eða Ungverjanum Jobbik. Píratar eru öfgalaus stjórnmálaflokkur, að undanskilinni afstöðu í höfundaréttarmálum, og skipaður skynsömu fólki sem ber gæfu til að taka afstöðu til mála á grundvelli staðreynda og málefnalegra umræðna. Jafnvel þótt Píratar fái ekki hátt í fjörutíu prósenta fylgi eins og skoðanakannanir gefa til kynna, hafa þeir þegar haft jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál. Þar munar mestu um fordæmið um góð og öfgalaus samskipti, og ekki síður að hafa sýnt rótgrónari stjórnmálaflokkum að ýmis stefnumál sem áður þóttu frjálslynd eru nú sjálfsagt mál. Það sást vel á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ungliðar höfðu forystu um að hreyfa fjölmörgum málum í átt til frjálslyndis. Svo við víkjum að kenningu Lars um að efnahagsleg óstjórn hafi fóðrað uppgang óhefðbundnari stjórnmálafla, þá er áhugavert að spyrja hvort efnahagsástandið á Íslandi í dag eigi ekki að telja núverandi stjórnvöldum til tekna. Þjóðarbúið er á fínni siglingu, með lækkandi skuldum, hagvexti og auknum kaupmætti. Nú sér líka fyrir endann á uppgjöri bankanna og afnámi gjaldeyrishafta. Því verður fróðlegt að sjá útkomuna að átján mánuðum liðnum. Geta Píratar haldið þessari siglingu, eða, líkt og gerðist í Bretlandi, leita kjósendur í faðm þess sem þeir þekkja þegar á hólminn er komið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun
Uppgangur óhefðbundinna stjórnmálaafla víða um lönd er afleiðing efnahagshamfaranna sem hófust 2008, og þeirrar staðreyndar að stjórnvöld virtust ekki í stakk búin að taka á vandanum. Svona mætti draga saman niðurstöður Lars Christensen, hagfræðings, í grein sem hann skrifaði í Markaðinn í vikunni. Lars ber ástandið saman við það sem ríkti eftir kreppuna miklu, þegar stjórnmál og alþjóðasamskipti hafi einkennst af lýðskrumi, ofstæki, útlendingahatri, verndarstefnu og stríði. Meðal þeirra stjórnmálamanna sem Lars telur upp eru repúblikaninn Donald Trump og Jeremy Corbyn í breska Verkamannaflokknum. Hann gengur svo langt að segja að ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Trumps og efnahagslegum hugarórum Corbyns þá munum við tapa frelsi okkar. Ljóst er að þeir félagar Corbyn og Trump myndu vart taka undir með Lars, og líklega svíða það að vera kenndir við öfgastefnur, í það minnsta Corbyn. Einnig er mikilvægt að setja þann varnagla að sennilega er ólíklegt að þeir hljóti kosningu þótt þeir verði frambjóðendur sinna flokka þegar kemur að kosningum. Í hvorugu tilvikinu er útséð með það, en til þess þarf Trump að vinna prófkjör og Corbyn að sitja sem fastast fram að næstu kosningum árið 2020. Breskir kjósendur að minnsta kosti eru vanir að taka praktíska afstöðu eins og sást í síðustu kosningum þegar íhaldsmönnum var óvænt umbunað fyrir góða efnahagsstjórn. Eitt er víst að þegar kemur að „óhefðbundnum“ stjórnmálaöflum, þá erum við Íslendingar tiltölulega heppnir með okkar Besta flokk, og nú síðast Pírata. Við hefðum til dæmis getað lent í Svíþjóðardemókrötum eða Ungverjanum Jobbik. Píratar eru öfgalaus stjórnmálaflokkur, að undanskilinni afstöðu í höfundaréttarmálum, og skipaður skynsömu fólki sem ber gæfu til að taka afstöðu til mála á grundvelli staðreynda og málefnalegra umræðna. Jafnvel þótt Píratar fái ekki hátt í fjörutíu prósenta fylgi eins og skoðanakannanir gefa til kynna, hafa þeir þegar haft jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál. Þar munar mestu um fordæmið um góð og öfgalaus samskipti, og ekki síður að hafa sýnt rótgrónari stjórnmálaflokkum að ýmis stefnumál sem áður þóttu frjálslynd eru nú sjálfsagt mál. Það sást vel á nýlegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ungliðar höfðu forystu um að hreyfa fjölmörgum málum í átt til frjálslyndis. Svo við víkjum að kenningu Lars um að efnahagsleg óstjórn hafi fóðrað uppgang óhefðbundnari stjórnmálafla, þá er áhugavert að spyrja hvort efnahagsástandið á Íslandi í dag eigi ekki að telja núverandi stjórnvöldum til tekna. Þjóðarbúið er á fínni siglingu, með lækkandi skuldum, hagvexti og auknum kaupmætti. Nú sér líka fyrir endann á uppgjöri bankanna og afnámi gjaldeyrishafta. Því verður fróðlegt að sjá útkomuna að átján mánuðum liðnum. Geta Píratar haldið þessari siglingu, eða, líkt og gerðist í Bretlandi, leita kjósendur í faðm þess sem þeir þekkja þegar á hólminn er komið?
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun