Baldur Sigurðsson er genginn í raðir Stjörnunnar, en þetta staðfesti hann í fótboltaþættinum Fótbolta.net á X-inu nú fyrir skömmu.
Baldur hefur leikið í Danmörku síðastliðið ár með SönderjyskE í Danmörku, en þar áður spilaði hann með KR í fjölda ára. Þar vann hann nokkra titla, en KR sýndi lítin sem engan áhuga á að fá Baldur í sínar raðir núna sagði Baldur í samtali við Tómas Þór Þórðarson á X-inu.
FH og Stjarnan börðust um Baldur sem valdi Stjörnuna á endanum, en Baldur hefur verið þó nokkuð meiddur á tíma sínum úti í Danmörku.
Sjá einnig: FH og Stjarnan berjast um Baldur
Hann hefur leikið 288 leiki í íslensum fótbólta, flesta fyrir KR, en einnig fyrir Keflavík og heimalið sitt, Völsung.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Stjörnuna sem hafði misst þrjá sterka leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR og Pablo Punyed til ÍBV.
Ítarlegri viðtal birtist við Baldur á Vísi innan skamms.
