Sjá einnig: Hryllingur í París: 120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina
Á Facebook-síðu sinni segir sendiráðið að starfsfólk þess hafi fundið fyrir miklum samhug á Íslandi í kjölfar árásanna.
Þeim hafi borist fjöldi orðsendinga og á veggnum fyrir framan sendiráðið, og í garðinum, liggja blóm og logar á mörgum kertum sem fólk hefur komið með til að votta samúð sína.
Þá hafa bæði forseti Íslands sem og aðrir íslenskir ráðamenn sent samúðarskeyti og stuðningskveðjur til Frakka og franskra stjórnvalda.
Samstöðufundurinn mun fara fram fyrir framan sendiráðið sem stendur við Túngötu 22 í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 17. Stofnaður hefur verið viðburður á Facebook vegna þessa þangað sem um 100 manns hafa boðað sig þegar þetta er skrifað.
Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.


