Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 09:14 Þriggja daga þjóðarsorg er nú hafin í Frakklandi og verður sérstök minningarstund fyrir fjölskyldur hinna látnu haldin í Notre Dame í París síðar í dag. Vísir/EPA Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. Mostefai var Frakki af alsírskum uppruna, alinn upp í Courcouronnes, úthverfi suður af París, og hafði áður komist í kast við lögin þó að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Fréttaritari BBC greinir frá því að Mostefai hafi orðið róttækur í skoðunum sínum eftir að hafa komist í kynni við belgískan imam. Í gær var greint frá því að faðir og bróðir eins árásarmannanna hafi verið handteknir og húsleit gerð á heimilum þeirra í bæjunum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og Bondoufle þar skammt frá. „Þetta er klikkað, galið. Ég var sjálfur í París í gærkvöldi og sá ringulreiðina sem skapaðist,“ sagði bróður Mostefai við AFP áður en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærdag. Franskur saksóknari sagði að árásir föstudagsins hafi verið gerðar af þremur hópum árásarmanna og að 129 manns hið minnsta hafi farist og um 350 særst, þar af margir lífshættulega. Þriggja daga þjóðarsorg er nú hafin í Frakklandi og verður sérstök minningarstund fyrir fjölskyldur hinna látnu haldin í Notre Dame í París síðar í dag. Manuel Valls forsætisráðherra segir að Frakklandsher muni halda áfram árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og lýsti óvininum sem „mjög vel skipulögðum“. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur afboðað komu sína á fund G20-ríkjanna í Tyrklandi og mun þess í stað ræða ástandið í Frakklandi við fjölda pólitískra leiðtoga. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Faðir og bróðir eins árásarmannanna í haldi lögreglu Talsmaður lögreglu segir að húsleitir hafi verið gerðar á heimilum feðganna. 14. nóvember 2015 22:51 Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. Mostefai var Frakki af alsírskum uppruna, alinn upp í Courcouronnes, úthverfi suður af París, og hafði áður komist í kast við lögin þó að hann hafi aldrei setið í fangelsi. Fréttaritari BBC greinir frá því að Mostefai hafi orðið róttækur í skoðunum sínum eftir að hafa komist í kynni við belgískan imam. Í gær var greint frá því að faðir og bróðir eins árásarmannanna hafi verið handteknir og húsleit gerð á heimilum þeirra í bæjunum Romilly-sur-Seine, um 130 kílómetrum austur af París, og Bondoufle þar skammt frá. „Þetta er klikkað, galið. Ég var sjálfur í París í gærkvöldi og sá ringulreiðina sem skapaðist,“ sagði bróður Mostefai við AFP áður en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærdag. Franskur saksóknari sagði að árásir föstudagsins hafi verið gerðar af þremur hópum árásarmanna og að 129 manns hið minnsta hafi farist og um 350 særst, þar af margir lífshættulega. Þriggja daga þjóðarsorg er nú hafin í Frakklandi og verður sérstök minningarstund fyrir fjölskyldur hinna látnu haldin í Notre Dame í París síðar í dag. Manuel Valls forsætisráðherra segir að Frakklandsher muni halda áfram árásum sínum á skotmörk ISIS í Sýrlandi og lýsti óvininum sem „mjög vel skipulögðum“. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur afboðað komu sína á fund G20-ríkjanna í Tyrklandi og mun þess í stað ræða ástandið í Frakklandi við fjölda pólitískra leiðtoga.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Faðir og bróðir eins árásarmannanna í haldi lögreglu Talsmaður lögreglu segir að húsleitir hafi verið gerðar á heimilum feðganna. 14. nóvember 2015 22:51 Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45 Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37 Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Faðir og bróðir eins árásarmannanna í haldi lögreglu Talsmaður lögreglu segir að húsleitir hafi verið gerðar á heimilum feðganna. 14. nóvember 2015 22:51
Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær. 14. nóvember 2015 08:45
Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland Vegabréf sem fannst á einum hinna föllnu var skráð í Grikklandi 3. október. 14. nóvember 2015 16:37
Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Maðurinn var klæddur sprengjuvestum og reyndi að komast inn á völlinn þegar um korter var liðið af leiknum. Hann var hins vegar stöðvaður í öryggisleit. 14. nóvember 2015 18:06