Hryðjuverk í brennidepli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Vel fór á með Sanders og Clinton eftir kappræðurnar. Nordicphotos/AFP Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hryðjuverkaárásirnar í París síðastliðið föstudagskvöld voru í brennidepli í kappræðum þeirra sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs aðfaranótt sunnudags. Kappræðurnar hófust á mínútu þögn. Frambjóðendurnir Bernie Sanders, Martin O'Malley og Hillary Clinton voru spurð út í hvernig þau myndu takast á við ástandið í Mið-Austurlöndum og Íslamska ríkið (ISIS). „Það er ekki hægt að halda Íslamska ríkinu í skefjum heldur verður að sigra það,“ sagði Clinton. Þá kölluðu allir frambjóðendur eftir þátttöku ríkja Mið-Austurlanda í stríðinu gegn Íslamska ríkinu. „Hin misheppnaða innrás í Írak, sem ég talaði gegn, hefur leyst úr læðingi öfl á borð við al-Kaída og Íslamska ríkið,“ sagði Sanders. Aðspurður hvort hann væri að tengja atkvæði Clinton, sem kaus með því að ráðast inn í Írak, við uppgang Íslamska ríkisins svaraði Sanders: „Innrásin var ein stærstu mistök í sögu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.“ Clinton sagði í kjölfarið að atkvæði hennar hefði verið mistök. Þau Sanders sátu bæði í öldungadeild þingsins þegar kosið var um innrásina. Umtöluðustu ummælin féllu hins vegar um önnur hryðjuverk. Er Sanders og O'Malley skutu á Clinton fyrir að þiggja háa styrki í kosningasjóð sinn frá stórfyrirtækjum á Wall Street sagði hún stuðning þeirra ekki tilkominn svo fyrirtækin gætu keypt sér greiða ef hún yrði forseti heldur vegna þess að hún hefði hjálpað fyrirtækjunum með uppbyggingu í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana ellefta september 2001. Andstæðingar Clinton gerðu sér mat úr ummælunum og sagði Reince Priebus, formaður Repúblikanaflokksins, þau lágkúruleg. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru ósammála um sigurvegara. Niðurstöður óvísindalegra skoðanakannanna á netinu bentu hins vegar til sigurs Sanders. Clinton mælist með 52 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun, Sanders 33 prósent og O'Malley fimm prósent.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00 Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Hillary svarar fyrir árásina í Bengasí: „Minnst af vinnu minni fór fram í gegnum tölvupóst“ Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að bandarískir sendiherrar þurfi stundum að taka áhættu, starfi þeir í hættulegum löndum. Hillary Clinton var í gær spurð út í árás á bandarískan sendiherrabústað í Líbíu árið 2012. 23. október 2015 09:00
Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. 20. október 2015 07:00