Halldór Gunnar Pálsson samdi lagið og er textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Fjallabræður flytja lagið en Sveinbjörn Hafsteinsson tekur einsönginn.
Lagið er af nýútkominni plötu Fjallabræðra sem heitir Hosilíó. Fjallabræður eru með útgáfutónleika í Háskólabíói þann 27.nóv og má finna miða á vefsíðunni tix.is.
Myndbandið var tekið upp í Háskólabíói en leikstjórn var í höndum Guðgeirs Arngrímssonar og sá Erla Hrund Halldórsdóttir um kvikmyndatöku og klippingu. Flott lag og má sjá myndbandið hér að neðan.