Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:15 Ummæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segist hafa verið rægður og úthrópaður fyrir hluti sem allir viti sem fylgist með stöðu mála í heiminum. Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París og sagðist hafa ferðast innan Schengen með hlaðna skammbyssu í handfarangri.Almælt tíðindiÍ stöðuuppfærslu sinni setur Snorri hryðjuverkin í París í samhengi við skort á landamæraeftirliti innan Evrópu, eftirgjöf í öryggismálum, niðurskurð til löggæslunnar, skertar forvirkar rannsóknarheimildir og almenna linkind og umburðarlyndi Evrópu gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða lýð- og frjálsræðis.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.Hann segist hafa verið kallaður fáviti og rasisti en staðreyndirnar liggi þó fyrir og fólk geti aflað sér allra upplýsinga á tveimur mínútum á internetinu. Hann hafi verið að ræða um þá hættu sem öfgamenn og öfgahópar hafi í för með sér alveg án tillits til trúarbragða. „Þetta hefur ekkert með nein trúmál að gera á einn eða neinn hátt,“ segir Snorri.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Hann segir lögreglumenn í Evrópu óttaslegna vegna þessarar þróunar en stórfelldur niðurskurður til löggæslu bæti ekki úr skák. Leiðtogar ESB hafi hist á einum sex neyðarfundum til að ræða vanda Schengen frá því í maí en það sé alkunna að ytri landamærin virki ekki. Þetta hafi alloft komið fram í fréttum og eigi ekki að koma neinum á óvart. „Ég hef verið kallaður illa upplýstur og illa gefinn og fleira í þeim dúr,“ segir hann. „Það er alveg ótrúlegt að maður geti ekki sagt hlutina eins og þeir eru án þess að þurfa að liggja undir óhróðri fólks sem slítur úr samhengi þá hluti sem ég er að tala um þarna. Þetta er kannski þannig að sannleikanum verður hver sárreiðastur.“Með hlaðna skammbyssu í flugiUmmæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli en meðal annars hafa menn bent á að þetta brjóti í bága við vopnalög. Snorri segist hinsvegar hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Viðbrögð flugfélagsins hafi hinsvegar ekki verið í samræmi við reglur. „En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að regluverkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00 Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segist hafa verið rægður og úthrópaður fyrir hluti sem allir viti sem fylgist með stöðu mála í heiminum. Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París og sagðist hafa ferðast innan Schengen með hlaðna skammbyssu í handfarangri.Almælt tíðindiÍ stöðuuppfærslu sinni setur Snorri hryðjuverkin í París í samhengi við skort á landamæraeftirliti innan Evrópu, eftirgjöf í öryggismálum, niðurskurð til löggæslunnar, skertar forvirkar rannsóknarheimildir og almenna linkind og umburðarlyndi Evrópu gagnvart innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða lýð- og frjálsræðis.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.Hann segist hafa verið kallaður fáviti og rasisti en staðreyndirnar liggi þó fyrir og fólk geti aflað sér allra upplýsinga á tveimur mínútum á internetinu. Hann hafi verið að ræða um þá hættu sem öfgamenn og öfgahópar hafi í för með sér alveg án tillits til trúarbragða. „Þetta hefur ekkert með nein trúmál að gera á einn eða neinn hátt,“ segir Snorri.Sjá einnig: Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Hann segir lögreglumenn í Evrópu óttaslegna vegna þessarar þróunar en stórfelldur niðurskurður til löggæslu bæti ekki úr skák. Leiðtogar ESB hafi hist á einum sex neyðarfundum til að ræða vanda Schengen frá því í maí en það sé alkunna að ytri landamærin virki ekki. Þetta hafi alloft komið fram í fréttum og eigi ekki að koma neinum á óvart. „Ég hef verið kallaður illa upplýstur og illa gefinn og fleira í þeim dúr,“ segir hann. „Það er alveg ótrúlegt að maður geti ekki sagt hlutina eins og þeir eru án þess að þurfa að liggja undir óhróðri fólks sem slítur úr samhengi þá hluti sem ég er að tala um þarna. Þetta er kannski þannig að sannleikanum verður hver sárreiðastur.“Með hlaðna skammbyssu í flugiUmmæli Snorra um að hann hafi ferðast innan Schengen með Glock skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri hafa vakið athygli en meðal annars hafa menn bent á að þetta brjóti í bága við vopnalög. Snorri segist hinsvegar hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Viðbrögð flugfélagsins hafi hinsvegar ekki verið í samræmi við reglur. „En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að regluverkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00 Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13
Vopnin mega ekki vera hlaðin Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 16. nóvember 2015 07:00
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47