Vopnin mega ekki vera hlaðin Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna „Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13