„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 12:00 Hannes Smárason og Lárus Welding. Vísir/Gva/Stefán Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan „gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika“, eins og Þorvaldur orðaði það fyrir dómi í dag. Því hefði verið stofnað til Stím-viðskiptanna. Þetta kom fram þegar saksóknari spurði hann út í 1. og 2. ákærulið í Stím-málinu en í þeim liðum er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns sem bankinn veitti Stím til að kaupa hlutabréf sem bankinn átti í sjálfum sér og FL Group í nóvember 2007. FL Group var einn stærsti hluthafinn í Glitni en Hannes Smárason var forstjóri félagsins þar til í desember 2007. Þurfti „að passa“ að hvorki FL Group né Hannes færu illaÍ símtali milli Þorvaldar Lúðvíks og Elmars Svavarssonar, þá verðbréfamiðlara í Glitni, sem spilað var fyrir dómi í dag ræða þeir um Stím-viðskiptin. Símtalið er frá 13. nóvember 2007 en daginn áður hafði áhættunefnd Glitnis samþykkt að lána félaginu allt að 24 milljarða. Saga Capital lánaði félaginu einnig fé en um miklu lægri upphæð var að ræða, nánar tiltekið einn milljarð. Í símtalinu segir Þorvaldur að allir viti að það sé „verið að passa að FL fari ekki illa og að Hannes fari ekki illa.“ Setur Þorvaldur þetta í samhengi við það að Hannes sé stærsti hluthafinn í bankanum og því verði að „passa upp á að þetta væri í lagi.“ Skömmu síðar segir hann við Elmar: „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum.“Meira eigið fé í Stím en upphaflega stóð tilElmar segir að það sé „náttúrulega driver-inn á bak við þetta,“ það er Stím-viðskiptin, og það þurfi ekkert að fara í felur með það. „Punkturinnn“ sé að koma Hannesi „úr skítnum.“ Saksóknari spurði Þorvald hvað hann hefði átt við með því að stærsti hluthafinn væri „í skítamálum“ og vísaði Þorvaldur þá í þann skilning sinn að Hannes hefði verið í lélegri fjárhagsstöðu og því ekki getað keypt hlutabréfin sem hann ætlaði að gera upphaflega. Í símtalinu var einnig talað um viðskiptin sem „erfiðan díl“ en Þorvaldur sagði að í því hefði aðeins falist að þarna hefði enn allt verið á fleygiferð hverjir myndu verða til dæmis verða hluthafar og lántakar. Einnig kom fram að honum hefði þótt „díllinn meira sound en áður“ en aðspurður sagði Þorvaldur þar hafa verið að vísa til þess að Stím myndi hafa meira eigið fé undir höndum en upphafleg stóð til. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan „gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika“, eins og Þorvaldur orðaði það fyrir dómi í dag. Því hefði verið stofnað til Stím-viðskiptanna. Þetta kom fram þegar saksóknari spurði hann út í 1. og 2. ákærulið í Stím-málinu en í þeim liðum er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna láns sem bankinn veitti Stím til að kaupa hlutabréf sem bankinn átti í sjálfum sér og FL Group í nóvember 2007. FL Group var einn stærsti hluthafinn í Glitni en Hannes Smárason var forstjóri félagsins þar til í desember 2007. Þurfti „að passa“ að hvorki FL Group né Hannes færu illaÍ símtali milli Þorvaldar Lúðvíks og Elmars Svavarssonar, þá verðbréfamiðlara í Glitni, sem spilað var fyrir dómi í dag ræða þeir um Stím-viðskiptin. Símtalið er frá 13. nóvember 2007 en daginn áður hafði áhættunefnd Glitnis samþykkt að lána félaginu allt að 24 milljarða. Saga Capital lánaði félaginu einnig fé en um miklu lægri upphæð var að ræða, nánar tiltekið einn milljarð. Í símtalinu segir Þorvaldur að allir viti að það sé „verið að passa að FL fari ekki illa og að Hannes fari ekki illa.“ Setur Þorvaldur þetta í samhengi við það að Hannes sé stærsti hluthafinn í bankanum og því verði að „passa upp á að þetta væri í lagi.“ Skömmu síðar segir hann við Elmar: „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum.“Meira eigið fé í Stím en upphaflega stóð tilElmar segir að það sé „náttúrulega driver-inn á bak við þetta,“ það er Stím-viðskiptin, og það þurfi ekkert að fara í felur með það. „Punkturinnn“ sé að koma Hannesi „úr skítnum.“ Saksóknari spurði Þorvald hvað hann hefði átt við með því að stærsti hluthafinn væri „í skítamálum“ og vísaði Þorvaldur þá í þann skilning sinn að Hannes hefði verið í lélegri fjárhagsstöðu og því ekki getað keypt hlutabréfin sem hann ætlaði að gera upphaflega. Í símtalinu var einnig talað um viðskiptin sem „erfiðan díl“ en Þorvaldur sagði að í því hefði aðeins falist að þarna hefði enn allt verið á fleygiferð hverjir myndu verða til dæmis verða hluthafar og lántakar. Einnig kom fram að honum hefði þótt „díllinn meira sound en áður“ en aðspurður sagði Þorvaldur þar hafa verið að vísa til þess að Stím myndi hafa meira eigið fé undir höndum en upphafleg stóð til.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59 Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag. 16. nóvember 2015 21:59
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag. 17. nóvember 2015 10:30