Fótbolti

Uppfært: Enginn handtekinn og ekkert sprengiefni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglumenn fyrir framan tóman leikvanginn í Hannover í kvöld.
Lögreglumenn fyrir framan tóman leikvanginn í Hannover í kvöld. vísir/epa
Stjórnvöld í Þýskalandi héldu blaðamannafund nú fyrr í kvöld út af hryðjuverkahættunni í Hannover. Mikið upplausnarástand var þar í kvöld eftir að ákveðið var að fresta landsleik Þýskalands og Hollands.

Fjölmiðlar á svæðinu voru fljótlega uppfullir af fréttum um að sjúkrabíll fullur af sprengiefnum hefði fundist rétt við völlinn. Einnig átti að hafa fundist sprengibúnaður sem ætlað var að sprengja á vellinum.

Fjöldi áhorfenda var kominn inn á völlinn í Hannover er ákveðið var að aflýsa leiknum. Lögreglan gerði svo allsherjarleit inn á vellinum í leit að sprengju.

Á blaðamannafundinum kom fram að ekkert sprengiefni hefði fundist á vellinum né í nágrenni hans og að ekki væri búið að handtaka neinn vegna málsins. Hryðjuverkahætta hafi þó verið til staðar og var meðal annars lokað svæði í kringum aðallestarstöð borgarinnar skömmu eftir að leiknum var aflýst.

Þýska lögreglan fékk upplýsingar um að fremja ætti hryðjuverk á leiknum frá erlendum heimildarmanni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlaði að mæta á leikinn en henni var komið í skjól er upplýsingarnar bárust og einnig var farið með leikmenn liðanna á öruggan stað.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×