Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 17:36 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis. Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis.
Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjöld á skemmtiferðaskip geti haft þveröfug áhrif Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34