Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, tilkynnti í morgun að landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Freyr Alexandersson, væri kominn í fullt starf hjá sambandinu.
Freyr hætti sem þjálfari Leiknis í lok sumars og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann vildi helst einbeita sér að starfi sínu fyrir kvennalandsliðið.
Þar sem þjálfarastarfið var ekki 100 prósent starf hefur Freyr nú einnig verið ráðinn þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna.
Freyr getur því byrjað að vinna með framtíðarmönnum landsliðsins á sama tíma og hann stýrir A-landsliðinu.
