Blásið í bóluna Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup. Í það minnsta er eðlilegra að ætla að þeir fjórir þingmenn Framsóknarflokksins sem standa að tillögu til þingsályktunar um „innleiðingu opinberra mótframlaga við fyrstu húsnæðiskaup“ meini vel. Nema náttúrlega að þarna sé á ferðinni tilraun til að afla flokknum fylgis með loforði um peningagjafir til hluta landsmanna. Það hefur áður gefið góða raun. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, veltir því upp í umræðum um málið á netinu í gær hvort sanngjarnt sé að ætla landsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins að standa undir vanda á því svæði með ríkisstyrk. Þótt víða um land sé markaðsverð langt undir byggingarkostnaði og eðlileg endurnýjun á húsakosti nær ómöguleg sé litið svo á að þetta séu vandamál viðkomandi íbúa og sveitarfélaga. Þegar þensla á höfuðborgarsvæðinu keyri húsnæðis- og leiguverð upp úr öllu valdi horfi öðruvísi við, þá eigi skattgreiðendur utan höfuðborgarsvæðisins með öðrum að taka á þeim vanda. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi tvö hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fullfær um að greiða úr þessu án stuðnings þeirra hundrað þúsunda sem búa annars staðar og eiga aðra djöfla að draga í húsnæðismálum?“ spyr Þóroddur. Þá hlýtur þessi nálgun að vekja spurningar um áhrif á þróun húsnæðisverðs. Allar líkur eru á að ríkisstyrkur til kaupenda verði bara til þess að auka þenslu og ýta enn frekar undir hækkandi húsnæðisverð. Er þá betur heima setið en af stað farið. Þá væri fróðlegt að heyra álit peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á hugmyndum fjórmenninganna, en í gær var einmitt kynnt ákvörðun um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta bankans í viðleitni til að slá á þenslu og væntingar um verðbólgu. Nær væri vitanlega að beita sér fyrir aðgerðum þar sem ráðist er að rót vandans. Aðgerðum sem gætu orðið til þess að draga úr ofurkostnaði tengdum fasteignakaupum á Íslandi og auka kaupmátt fólks og getu til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nærtækt væri til dæmis að fella niður ósanngjarna skattheimtu á borð við stimpilgjöld sem stórauka lántökukostnað fólks. Þá verður að teljast líklegra til að slá á þenslu á húsnæðismarkaði að grípa til aðgerða sem auka framboð á húsnæði, fremur en að dæla peningum úr ríkiskassanum í hendur þeirra sem vilja kaupa. Stærsta hindrunin er svo náttúrlega vaxtaokur það sem hér er við að eiga. Þar getur ríkisvaldið gert sitt til að draga úr óstöðugleika efnahagslífsins, til dæmi með því að ganga ekki með þensluhvetjandi aðgerðum gegn markmiðum sem unnið er að á vettvangi Seðlabankans og samtaka á vinnumarkaði um aukinn stöðugleika. Að ekki sé talað um að setja sér markmið um að hverfa frá notkun örmyntarinnar krónu og stefna að upptöku evru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup. Í það minnsta er eðlilegra að ætla að þeir fjórir þingmenn Framsóknarflokksins sem standa að tillögu til þingsályktunar um „innleiðingu opinberra mótframlaga við fyrstu húsnæðiskaup“ meini vel. Nema náttúrlega að þarna sé á ferðinni tilraun til að afla flokknum fylgis með loforði um peningagjafir til hluta landsmanna. Það hefur áður gefið góða raun. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, veltir því upp í umræðum um málið á netinu í gær hvort sanngjarnt sé að ætla landsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins að standa undir vanda á því svæði með ríkisstyrk. Þótt víða um land sé markaðsverð langt undir byggingarkostnaði og eðlileg endurnýjun á húsakosti nær ómöguleg sé litið svo á að þetta séu vandamál viðkomandi íbúa og sveitarfélaga. Þegar þensla á höfuðborgarsvæðinu keyri húsnæðis- og leiguverð upp úr öllu valdi horfi öðruvísi við, þá eigi skattgreiðendur utan höfuðborgarsvæðisins með öðrum að taka á þeim vanda. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi tvö hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu séu ekki fullfær um að greiða úr þessu án stuðnings þeirra hundrað þúsunda sem búa annars staðar og eiga aðra djöfla að draga í húsnæðismálum?“ spyr Þóroddur. Þá hlýtur þessi nálgun að vekja spurningar um áhrif á þróun húsnæðisverðs. Allar líkur eru á að ríkisstyrkur til kaupenda verði bara til þess að auka þenslu og ýta enn frekar undir hækkandi húsnæðisverð. Er þá betur heima setið en af stað farið. Þá væri fróðlegt að heyra álit peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á hugmyndum fjórmenninganna, en í gær var einmitt kynnt ákvörðun um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta bankans í viðleitni til að slá á þenslu og væntingar um verðbólgu. Nær væri vitanlega að beita sér fyrir aðgerðum þar sem ráðist er að rót vandans. Aðgerðum sem gætu orðið til þess að draga úr ofurkostnaði tengdum fasteignakaupum á Íslandi og auka kaupmátt fólks og getu til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nærtækt væri til dæmis að fella niður ósanngjarna skattheimtu á borð við stimpilgjöld sem stórauka lántökukostnað fólks. Þá verður að teljast líklegra til að slá á þenslu á húsnæðismarkaði að grípa til aðgerða sem auka framboð á húsnæði, fremur en að dæla peningum úr ríkiskassanum í hendur þeirra sem vilja kaupa. Stærsta hindrunin er svo náttúrlega vaxtaokur það sem hér er við að eiga. Þar getur ríkisvaldið gert sitt til að draga úr óstöðugleika efnahagslífsins, til dæmi með því að ganga ekki með þensluhvetjandi aðgerðum gegn markmiðum sem unnið er að á vettvangi Seðlabankans og samtaka á vinnumarkaði um aukinn stöðugleika. Að ekki sé talað um að setja sér markmið um að hverfa frá notkun örmyntarinnar krónu og stefna að upptöku evru.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun