Lærisveinar Pep Guardiola fylgdu 5-1 sigrinum gegn Arsenal eftir með 4-0 sigri á Stuttgart í þýsku deildinni í dag en öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik.
Arjen Robben og Douglas Costa settu sitt hvort markið á upphafsmínútum leiksins en Robert Lewandowski og Thomas Müller gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla undir lok hálfleiksins.
Eftir óvænt jafntefli gegn Eintracht Frankfurt í síðustu umferð er Bayern því komið aftur á sigurbraut en liðið er með átta stiga forskot á Dortmund sem á leik til góða gegn Schalke á morgun.
Wolfsburg missti af mikilvægum stigum í dag en Wolfsburg tapaði nokkuð óvænt 0-2 gegn Mainz á útivelli. Julian Draxler fékk beint rautt spjald á 13. mínútu leiksins og náðu tíu leikmenn Wolfsburg ekki að halda út.
Úrslit dagsins:
Borussia Mönchengladbach 0-0 Ingolstadt
Bayer Leverkusen 1-2 Köln
Bayern Munchen 4-0 VfB Stuttgart
Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt
Mainz 2-0 Wolfsburg
