Tónlist

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar vinna að „live“ plötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þekktir fyrir að vera góðir á tónleikum.
Þekktir fyrir að vera góðir á tónleikum. vísir/fm957
Hljómsveitin Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar vinnur nú að útgáfu af plötu og DVD disk sem mun aðeins innihalda upptökur frá tónleikum, einskonar „live“ plata.

Sveitin hefur undanfarnar tvær helgar spilað tónleika fyrir fullu húsi, tvö kvöld á Rósenberg og í Frystiklefanum á Rifi. Hafa þessi tónleikar verið teknir upp í hljóði og mynd og mun svo einnig vera um helgina þegar bandið heldur norður á land og spilar á Kaffi Rauðku og á Græna hattinum.

Jónas og Ritvélarnar hlutu tilnefningu Rásar 2 fyrir besta „live“ flutninginn á árinu 2014. Síðustu tónleikarnir þeirra í bili verða á Kaffi Rauðku kl. 21.00 á föstudagskvöldið og tvennir tónleikar á Græna Hattinum, kl. 23.00 er uppselt en enn eru nokkrir miðar lausir á aukatónleikana kl. 20.00.

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá - Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar



Jónas Sigurðsson - Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum







Fleiri fréttir

Sjá meira


×