Vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. október 2015 09:30 Þær Vala og Ásta Fanney leituðu innblásturs á gleymdum stöðum í borginni ásamt ljósmyndaranum Gulla Má. Vísir/Vilhelm Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira