Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 15:31 Telati-fjölskyldan er frá Albaníu en mál þeirra hefur vakið athygli að undanförnu eftir að í ljós kom að börnin fengu ekki inn í skóla en horfðu löngunaraugum á skólalóðina út um gluggann í íbúð sinni. Vísir/Vilhelm „Albanir hafa sömu möguleika á að sækja um og fá dvalarleyfi hér á landi og aðrar ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Um slíkar umsóknir gilda, hér á landi eins og víðast hvar annars staðar, lög og reglur sem verður að fylgja og hvað þetta varðar verður Útlendingastofnun að gæta jafnræðis. Ekki er hægt að komast í kringum þessar reglur með því að sækja um hæli sem flóttamaður.“ Þetta segir Útlendingastofnun í frétt á vefsíðu sinni sem birt var i dag. Þar gerir stofnunin hælisumsóknir Albana að umtalsefni sínu. Mál albanskrar fjölskyldu hefur verið áberandi að undanförnu en rúmlega tíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að fjölskyldunni verði veitt hæli hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli á föstudag. Sjá einnig: Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“Útlendingastofnun synjaði hælisumsókn albanskrar fjölskyldu nýverið.„Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans.“Hælisleitendur frá Albaníu áberandi á Íslandi Stofnunin segir efnahagslegar aðstæður ekki fela í sér aðsteðjandi hættu og að bæði alþjóðasáttmálar og lög séu skýr um það efni. „Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi.“ „Á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“ Stofnunin segir það algengt að fólk segist ekki vera í neinni hættu og sæki um hæli sem flóttafólk vegna þess að það vantar atvinnu eða býr við slök lífskjör. „Telji fólk sig í hættu eru lögregla og yfirvöld í Albaníu í langflestum tilfellum fullfær um að veita viðeigandi aðstoð.“ Því eigi stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara ekki rétt á sér. Hins vegar horfi öðruvísi við séu þær aðstæður uppi að albanskur ríkisborgari sé í hættu í heimalandi sínu og eigi ekki möguleika á vernd. Þá sé honum eða henni veitt alþjóðleg vernd hér á landi eins og lög og alþjóðasáttmálar mæla fyrir um. „Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ Illugi Jökulsson setti af stað fyrrnefnda undirskriftarsöfnun. Hann hyggst afhenda undirskriftirnar tíu þúsund á morgun klukkan tíu.Hér má lesa umfjöllun Útlendingastofnunar í heild sinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Albanir hafa sömu möguleika á að sækja um og fá dvalarleyfi hér á landi og aðrar ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Um slíkar umsóknir gilda, hér á landi eins og víðast hvar annars staðar, lög og reglur sem verður að fylgja og hvað þetta varðar verður Útlendingastofnun að gæta jafnræðis. Ekki er hægt að komast í kringum þessar reglur með því að sækja um hæli sem flóttamaður.“ Þetta segir Útlendingastofnun í frétt á vefsíðu sinni sem birt var i dag. Þar gerir stofnunin hælisumsóknir Albana að umtalsefni sínu. Mál albanskrar fjölskyldu hefur verið áberandi að undanförnu en rúmlega tíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að fjölskyldunni verði veitt hæli hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli á föstudag. Sjá einnig: Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“Útlendingastofnun synjaði hælisumsókn albanskrar fjölskyldu nýverið.„Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans.“Hælisleitendur frá Albaníu áberandi á Íslandi Stofnunin segir efnahagslegar aðstæður ekki fela í sér aðsteðjandi hættu og að bæði alþjóðasáttmálar og lög séu skýr um það efni. „Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi.“ „Á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“ Stofnunin segir það algengt að fólk segist ekki vera í neinni hættu og sæki um hæli sem flóttafólk vegna þess að það vantar atvinnu eða býr við slök lífskjör. „Telji fólk sig í hættu eru lögregla og yfirvöld í Albaníu í langflestum tilfellum fullfær um að veita viðeigandi aðstoð.“ Því eigi stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara ekki rétt á sér. Hins vegar horfi öðruvísi við séu þær aðstæður uppi að albanskur ríkisborgari sé í hættu í heimalandi sínu og eigi ekki möguleika á vernd. Þá sé honum eða henni veitt alþjóðleg vernd hér á landi eins og lög og alþjóðasáttmálar mæla fyrir um. „Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ Illugi Jökulsson setti af stað fyrrnefnda undirskriftarsöfnun. Hann hyggst afhenda undirskriftirnar tíu þúsund á morgun klukkan tíu.Hér má lesa umfjöllun Útlendingastofnunar í heild sinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37