Þetta er stór vika fyrir Wayne Rooney, fyrirliða Manchester United. Framherjinn á leik í kvöld í Meistaradeildinni gegn CSKA Mosvku, borgarslag gegn Manchester City á sunnudaginn og þá fagnar hann þrítugsafmæli sínu á laugardaginn.
Rooney ætlar að bíða með að fagna afmælinu þar til eftir stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi þar sem Manchester-liðin mætast. Hann vill þó snemmbúna afmælisgjöf í kvöld.
„Ef við byrjum á því að fá þrjú stig gegn CSKA Mosvku og önnur þrjú á sunnudaginn yrði það frábær afmælisgjöf,“ sagði Rooney á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær.
Manchester United er með þrjú stig í riðlinum eftir tap gegn PSV í fyrstu umferðinni og sigur heima gegn Wolfsburg í síðustu leikviku.
„Þetta er stór leikur fyrir okkur því riðilinn er jafn. Öll liðin eru með þrjú stig og við viljum þrjú til viðbótar. Við undirbjuggum okkur vel með góðum sigri á Everton og æfingar hafa verið góðar síðustu daga,“ sagði Rooney.
Rooney vill snemmbúna afmælisgjöf í Moskvu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti


Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





