Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh.
Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri.
Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra.
„Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum.
Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“
Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra.
„Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa.
Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember.
Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia.
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn