Liverpool náði ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 17:03 Emre Can fagnar marki sínu. Vísir/Getty Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira