Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. október 2015 09:45 Gunnar Nelson stígur út úr búrinu í Vegas. vísir/getty „UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
„UFC eru langstærstu MMA bardagasamtök í heimi en fjármál þeirra hafa alla tíð verið hjúpuð mikilli dulúð. Félagið er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf því ekki að gefa út ársreikning. Nýjar upplýsingar hafa hins vegar varpað ákveðnu ljósi á lykiltölur félagsins og niðurstaðan er nokkuð áhugaverð.“ Svona byrjar grein Óskars Arnar Árnasonar, penna á MMA-fréttavefnum MMAfréttir.is, um fjármál UFC, stærsta bardagaíþróttsambands heims. Greinin er unnin upp úr úttekt annarrar MMA-vefsíðu, Bloody Elbow. Í greininni er þeirri spurningu velt upp hvort bardagamenn innan UFC séu að fá sanngjarna sneið af kökunni, en í fyrsta sinn eru menn nú eitthvað nær því að vita hvað er að gerast í fjármálum sambandsins. Þar sem UFC er ekki á hlutabréfamarkaði og þarf ekki að gefa út ársreikning eru tölurnar í greininni ekki nákvæmar, en tekjumódelinu er púslað saman úr ýmsum áttum.Dana White er forseti UFC.vísir/gettyFá minna en aðrir Samkvæmt grein Bloody Elbow voru tekjur UFC 522 milljónir dala eða því sem nemur 66 milljörðum króna. Tekjurnar voru 483 milljónir dala árið 2013 og 480 þar áður. Fram kemur í greininni að hlutur tekna sem rennur til bardagamanna er ansi lítill miðað við aðrar íþróttagreinar. Áætlað er að bardagamenn í UFC fái um 16 prósent af heildartekjum sambandsins sem er mun lægra en í öðrum íþróttagreinum Bandaríkjanna. Leikmenn í NBA fá 43 prósent af heildartekjum deildarinnar, í NFL fá menn 41 prósent og í hafnaboltanum 40 prósent. Meira að segja í tiltölulega nýrri íþrótt eins og fótboltanum í Bandaríkjunum fá leikmenn 35 prósent af heildartekjum MLS-deildarinnar. Sé miðað við 500 milljónir dala í heildartekjur UFC myndu Gunnar Nelson og aðrir bardagamenn innan sambandsins, sem eru 536 talsins, fá 18,8 milljónir íslenskra króna í laun á ári. „Eins og staðan er núna hefur aðeins verið fjallað um tekjuhliðina á meðan upplýsingar um rekstarkostnað og fjármagnskostnað liggja ekki fyrir og þar með er erfitt að átta sig á hversu mikið er til skiptana,“ segir í niðurlagi greinarinnar á MMAfréttum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30