Fótbolti

Roma skaust á toppinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mohamed Salah skoraði í kvöld.
Mohamed Salah skoraði í kvöld. vísir/getty
Það var nóg að gerast í ítalska boltanum í dag og fjöldi leikja á dagskrá. AC Milan vann flottan sigur á Sassuolo. Carlos Bacca skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Milan og það á 31. mínútu leiksins.

Domenico Berardi jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins en Luis Adriano tryggði AC Milan stigin þrjú á 86. mínútu.

Juventus vann góðan sigur á Atalanta, 2-0. Paulo Dybala og Mario Mandzuki skoruðu mörk Juve í leiknum.

Roma vann frábæran sigur á Fiorentina, 2-1, á útivelli. Mohamed Salah kom Rómverjum yfir eftir fimm mínútna leik og Gervinho skoraði síðan annað mark liðsins á 34. mínútu. Fiorentina náði að minnka muninn á loka mínútum leiksins þegar Khouma Babacar skoraði.

Roma er því komið í efsta sæti deildarinnar eftir sigurinn og er liðið með 20 stig. Fiorentina dettur niður í annað sætið með 18 stig. Inter Milan er síðan í því þriðja, einnig með 18 stig.

Úrslit dagsins

Sampdoria 4 - 1 Hellas Verona

AC Milan 2 - 1 Sassuolo

Juventus 2 - 0 Atalanta

Udinese 1 - 0 Frosinone

Fiorentina 1 - 2 Roma

Lazio 3 - 0 Torino




Fleiri fréttir

Sjá meira


×