Tveir áratugir frá snjóflóðinu á Flateyri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2015 09:30 Frá björgunarstörfum á Flateyri fyrir átján árum. Fréttablaðið/GVA Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira