Tveir áratugir frá snjóflóðinu á Flateyri Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2015 09:30 Frá björgunarstörfum á Flateyri fyrir átján árum. Fréttablaðið/GVA Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá snjóflóðinu úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri í Önundarfirð þar sem tuttugu manns fórust. Flóðið átti sér stað aðfaranótt 26. október árið 1995. Undirbúningsnefnd hefur verið að störfum vegna þessara tímamóta og var fjölbreytt dagskrá í boði fyrir Flateyringa um helgina. Meðal annars flutti Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi fyrirlestur um áhrif áfalla á fjölskyldur og Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, flutti fyrirlestur um félagslegan auð og seiglu samfélaga. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, er Flateyringur í húð og hár en hann var 15 gamall þegar flóðið átti sér stað. „Ég var fyrir sunnan. En tilfinningin var skelfileg og varð enn skelfilegri eftir því sem fréttir bárust og ljóst varð hvað hafði átt sér stað.“ Teitur Björn Einarsson Flateyringur Teitur segir snjóflóðið eðli málsins samkvæmt strax hafa haft mikil áhrif á Flateyringa og hafi enn. „Þetta situr eftir í öllum Flateyringum og að ég held öllum þeim sem muna eftir þessum atburði.“ Aðeins níu mánuðum áður en snjóflóðið varð á Flateyri fórust fjórtán manns í snjóflóði í Súðavík. Fljótlega sýndu Íslendingar samhug í verki með söfnun til handa þeim sem áttu um sárt að binda vegna hamfaranna. Byggðin á Flateyri var í kjölfarið varin með miklum snjóflóðavarnargarði, sem hefur ítrekað sýnt notagildi sitt síðan. Í kvöld verður haldin samverustund í Flateyrarkirkju klukkan sex, þar sem í boði verður fjölbreytt tónlistardagskrá. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, hinn ástsæli tónlistarmaður KK og fjölmargir aðrir vinir og velunnarar koma fram. Teitur segir mikilvægt fyrir Flateyringar að koma saman á þessari stundu. „Sérstaklega til að minnast þeirra sem létust en ekki síður til að sýna öllum þeim sem komu að björgunarstörfum alls staðar að af landinu þakklæti fyrir það ótrúlega afrek sem unnið var við erfiðar aðstæður. Eins líka þakklæti til þjóðarinnar allrar fyrir beinan stuðning við söfnunina og þannig samhug í verki,“ segir Teitur að lokum.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira