Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 26. október 2015 19:00 Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði