Borgarfulltrúar mótmæltu mannréttindabrotum í bréfi til sendiherra Ísraels Bjarki Ármannsson skrifar 27. október 2015 19:45 Björn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans. Vísir Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015 Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fjórir borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar afhentu Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, bréf þar sem þau hvetja Ísrael til að láta af hernámi í Palestínu eftir fund sendiherrans með borgarfulltrúum í dag. S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir í sínum huga alveg ljóst að lykillinn að lausn deilu Ísraels og Palestínu sé í höndum Ísraela. „Ísrael er sterki aðilinn á svæðinu,“ segir Björn. „Hins vegar er það alveg rétt sem kom fram í máli sendiherrans í dag að það þarf tvo til þegar deila stendur og það er ljóst að Palestínumenn þurfa einnig að taka til í sínum viðhorfum.“ Í bréfinu til Schutz segir meðal annars að ríkisstjórn Ísraels þurfi að hætta öllu ofbeldi gagnvart Palestínumönnum og rífa múrinn sem reistur var þvert yfir Vesturbakkann snemma á þessari öld.Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi.Vísir/PjeturBjörn var einn fjögurra sem skrifaði undir bréfið til sendiherrans, ásamt þeim Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri Grænna, Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata. Hann segir fundinn hafa gengið vel og hælir Schutz fyrir að gefa sér tíma til að ræða málefni Ísraelsríkis. „Það var að sama skapi jákvætt fyrir okkur að fá tækifæri til að viðra okkar sjónarmið við hann milliliðalaust,“ segir Björn. „Hann tók bréfinu mjög vel, þetta var allt á „civiliseruðum“ nótum. Það er auðvitað bara verið að hvetja hann til að koma þessu áfram til sinna yfirvalda.“Flókið að útfæra friðsamleg mótmæli Tildrög fundarins voru auðvitað umdeild tillaga um viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar gagnvart Ísraelsríki sem borgarráð samþykkti í september og dró síðar til baka. Tillagan olli miklu fjaðrafoki og hafa borgarfulltrúar meirihlutans sagt að ekki hafi nægilega verið staðið að undirbúningi hennar.Landsfundur Vinstri Grænna samþykkti þó um helgina að fela borgarfulltrúa flokksins, Sóleyju Tómasdóttur, að leggja slíka tillögu þó fram að nýju. „Það er nokkuð flókið að útfæra friðsamleg mótmæli. Ég held samt að það sé mjög mikilvægt að þetta mál fari í markvisst ferli þar sem við vinnum þetta, helst með frændum okkar á Norðurlöndunum, og skoðum hvernig væri hægt að útfæra hugsanlega sniðgöngu,“ segir Björn um mögulega nýja útfærslu á tillögunni. „Ég myndi vilja gera þetta á vettvangi höfuðborga Norðurlandanna ef við ætlum að taka þetta lengra.“Sendiherra Ísrael á Íslandi, Raphael Schutz, bauð borgarfulltrúum til fundar við sig til að ræða málefni Ísraels og...Posted by Sigurður Björn Blöndal on 27. október 2015
Tengdar fréttir Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Norðurlandaráðsþing í Reykjavík fjallar um Palestínu og Ísrael Utanríkismál skipa sífellt stærri sess á þingum Norðurlandaráðs. Um þúsund þátttakendur væntanlegir til Reykjavíkur. 25. október 2015 21:57
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, er leið yfir því að tillaga um sniðgöngu á ísraelskum vörum hafi verið dregin til baka en hún fyrirgefur kollegum sínum í borgarstjórn. 25. september 2015 19:12
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08